þriðjudagurinn 2. apríl 2019

Dimmalimm á Storytel

Nú geturðu hlustað á Dimmalimm leikritið aftur og aftur
Nú geturðu hlustað á Dimmalimm leikritið aftur og aftur

Það er svo gott að hlusta og láta lesa fyrir sig. Hvað þá að láta leika fyrir sig. Kómedíuleikhúsið hefur nú sett leikrit sitt Dimmalimm á hina vinsæla hlustunarveitu Storytel. Þar gefst notendum kostur á að hlusta á fjölbreytt efni til að hlusta á hvort heldur er til dægrastyttingar, á ferðalaginu, við uppvaskið eða á gönguferðinni. Og nú getur þú líka hlustað að leikritið Dimmalimm aftur og aftur á Storytel. Hér er slóðin á Dimmalimm á Storytel - njótið vel 

https://www.storytel.com/is/is/books/786840-Dimmalimm

föstudagurinn 29. mars 2019

Uppselt á Dimmalimm á helginni

Dimmalimm heldur áfram að fylla Þjóðleikhúsið
Dimmalimm heldur áfram að fylla Þjóðleikhúsið

Dimmalimm verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Uppselt er á sýninguna einsog verið hefur frá því sýningar hófust. Gaman er að segja frá því að það er einnig orðið uppselt á næstu sýningu þar á eftir. Búið er að bæta við aukasýningu á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 6. apríl kl. 15.30. Miðasala stendur yfir og gengur mjög vel á www.tix.is 

Dimmalimm var frumsýnt fyrir smekkfullu Þjóðleikhúsi 16. mars síðastliðin. Hér er á ferðinni splunkuný leikgerð Bílddælinganna Elfars Loga og Þrastar Leó á ævintýrinu Dimmalimm eftir sveitunga þeirra, Mugg. Stefnt er að því að fara með Dimmalimm sem víðast um landið og nú þegar eru áformaðar sýningar á Þingeyri á páskum komandi. 

Dimmalimmlagið, eftir Björn Thoroddsen sem einnig er frá Bíldudal, er aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify og fljótlega verður hægt að hlusta á ævintýrið sjálft á storytel.is 

Hér má sjá kynningarmyndband um leikritið Dimmalimm https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg

mánudagurinn 25. mars 2019

Uppselt í þriðja sinn á Dimmalimm

Dimmalimm í stuði í Þjóðleikhúsinu
Dimmalimm í stuði í Þjóðleikhúsinu

Kómedíuleikhúsið hefur sýnt nýjustu sýningu sína Dimmalimm í tvígang fyrir smekkfullu Þjóðleikhúsi. Þriðja sýning er á helginni og þegar er orðið uppselt á hana. Örfá sæti eru laus á 4. sýningu 6. apríl. Það er því bara allra best að fara beint á tix.is og tryggja sér miða.

Þegar þetta er ritað er nú verið að skoða með aukasýningar á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu. Hér má sjá stutt brot úr Dimmalimm https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg

 

þriðjudagurinn 19. mars 2019

Dimmalimm lagið

Nú getur þú hlustað á Dimmalimm lagið aftur og aftur
Nú getur þú hlustað á Dimmalimm lagið aftur og aftur

Á síðustu helgi frumsýndi Kómedíuleikhúsið sitt 44. verk og var vel við hæfi að það væri vinsælasta ævintýri þjóðarinnar, Dimmalimm. Sýnt er í Þjóðleikhúsinu og er nú þegar orðið uppselt á sýninguna á helginni og örfá sæti laus á næstu sýningar. Því er ekkert vit í öðru en að tryggja sér miða á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu á tix.is þar sem miðasala er í ævintýralegum gangi.

Höfundur tónlistarinnar í Dimmalimm er hinn ástsæli gítarleikari Björn Thoroddsen, frá Bíldudal. Tónlistin leikur mjög stórt hlutverk í sýningunni og í lok leiks tekur Dimmalimm meira að segja lagið. Það heitir auðvitað Dimmalimm og það er nú orðið aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify 

 

https://open.spotify.com/album/4k1ZdvCV1hwKpQKpVZs7t1?si=ym2hPtcSQLqkyjH6yV59xQ

 

laugardagurinn 16. mars 2019

Dimmalimm myndbandið

Stórdagur 16. mars 2019. Þá frumsýndum við Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu fyrir smekkfullu húsi. Var þetta 44. verk okkar. Nú þegar er miðasala á næstu sýningar svo langt komin að þaðu eru aðeins örfá sæti laus. Svo um að gjöra að fara strax inná tix.is og tryggja sér miða.

A frumsýningardegi frumsýndum við einnig Dimmalimm myndbandið. Það er hér

 

https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg

 

laugardagurinn 16. mars 2019

Dimmalimm myndbandið

Örfá sæti laus á næstu sýningar á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu
Örfá sæti laus á næstu sýningar á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu

Stórdagur 16. mars 2019. Þá frumsýndum við Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu fyrir smekkfullu húsi. Var þetta 44. verk okkar. Nú þegar er miðasala á næstu sýningar svo langt komin að þaðu eru aðeins örfá sæti laus. Svo um að gjöra að fara strax inná tix.is og tryggja sér miða.

A frumsýningardegi frumsýndum við einnig Dimmalimm myndbandið. Það er hér

 

https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg

 

föstudagurinn 15. mars 2019

Dimmalimm frumsýnt í Þjóðleikhúsinu

Allt að verða uppselt á Dimmalimm
Allt að verða uppselt á Dimmalimm

Mikill hátíðisdagur 16. mars 2019. Þá frumsýnir Kómedíuleikhúsið ævintýralega skemmtilegt barnaleikrit Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu. Enn ævintýralega er að það er uppselt og enn betra en það því uppselt er að verða á næstu tvær sýningar þar á eftir. Dimmalimm er leikgerð uppúr vinsælustu barnabók allra tíma hér á landi eftir Bílddælinginn Mugg. Sérlega kómískt er að þrír af listamönnum sýningarinnar eru frá Bíldudal einsog Muggur. Það eru þeir Þröstur Leó Gunnarsson, leikstjóri og höfundur leikgerðar, Björn Thoroddsen, tónskáld, og Elfar Logi Hannesson, leikari og höfundur leikgerðar. 

Nú er bara að tryggja sér miða á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu á www.tix.is 

miðvikudagurinn 13. mars 2019

Verða aukasýningar á Dimmalimm?

Sagan um Dimmalimm komin á leiksvið á nýjan leik
Sagan um Dimmalimm komin á leiksvið á nýjan leik

Miðasala á auglýstar sýningar á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu ganga ævintýralega vel. Svo vel að nú erum við að skoða hvort við getum verið með aukasýningar í leikhúsi þjóðarinnar. 

Á lokasprettinum fyrir frumsýningu er allt að gjörast. Á þriðjudeginum fengum við til okkar heilan leikskóla og þá var nú heldur betur stuð og gaman. 

Það er þegar orðið uppselt á frumsýninguna á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu 16. mars. Örfá sæti eru laus á næstu sýningar þar á eftir. Miðasala fer fram í miðasölu Þjóðleikhússins og á www.tix.is 

laugardagurinn 9. mars 2019

Uppselt á Dimmalimm

Kómedíuleikhúsið frumsýnir nýtt barnaleikrit Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu eftir eina viku. Nú þegar er orðið uppselt á frumsýninguna 16. mars og örfá sæti laus á aðra sýningu 23. mars. Miðasala er einnig hafin á þriðju sýningu á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu sem verður laugardaginn 30. mars. Aðeins verður um þessar þrjár sýningar að ræða og því um að gera að panta sér miða sem fyrst. Miðasala er í gangi allan sólarhringinn á www.tix.is 

mánudagurinn 4. mars 2019

Sigurður Þór er Pétur

Sigurður Þór er Pétur
Sigurður Þór er Pétur

Við höldum áfram að kynna okkar frábæru áhöfn í Dimmalimm. Nú er röðin komin að sjálfum prinsinum, Pétri. Líkt og Dimmalimm er Pétur brúða gerð af mæðgunum listelsku Öldu Veigu Sigurðardóttur og Marsbil G. Kristjánsdóttir. Elfar Logi er einlægur þjónn brúðanna og færir þær milli staða. Leikarinn sem talar fyrir Pétur er ein af ungstjörnum leikhússins Sigurður Þór Óskarsson. Kómedíuleikhúsið býður hann velkominn til starfa og þakkar hlýhug til verkefnsins.

Sgurður Þór hefur verið í fjölmörgum leikverkum síðustu árin og leikur nú við hvurn sinn fingur í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur einnig leikið í sjónvarpi og kvikmyndum. Þar ber að nefna sérstaklega myndina Rökkur sem er einmitt gerð af hinum bílddælsk ættaða Erling Thoroddsen. En leikstjórinn sá er einmitt sonur Bjössa Thor frá Bíldudal sem semur músíkina í Dimmalimm. 

Eldri færslur