
miðvikudagurinn 13. mars 2019
Verða aukasýningar á Dimmalimm?
Miðasala á auglýstar sýningar á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu ganga ævintýralega vel. Svo vel að nú erum við að skoða hvort við getum verið með aukasýningar í leikhúsi þjóðarinnar.
Á lokasprettinum fyrir frumsýningu er allt að gjörast. Á þriðjudeginum fengum við til okkar heilan leikskóla og þá var nú heldur betur stuð og gaman.
Það er þegar orðið uppselt á frumsýninguna á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu 16. mars. Örfá sæti eru laus á næstu sýningar þar á eftir. Miðasala fer fram í miðasölu Þjóðleikhússins og á www.tix.is
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

