
laugardagurinn 13. apríl 2019
Leikhúspáskar á Þingeyri
Það verður mikið um að vera í leikhúsinu á Þingeyri á páskunum. Alls verða þar sýnd þrjú leikrit þar af tvö úr smiðju Kómedíuleikhússins. Okkar nýjasta sýning sem hefur slegið í gegn í Þjóðleikhúsinu og verið sýnd fyrir uppseldu húsi fimm sýningar í röð Dimmalimm mætir á eyrina. Dimmalimm verður sýnt ásamt hinu vinsæla leikriti Karíus og Baktus í uppfærslu Leikdeildar Höfrungs. Alls verða fjórar sýningar á þessari klassísku barnatvennu leikhússins. Tvær sýningar verða á föstudaginn langa kl. 14.00 og kl. 16.00. Einnig verða tvær sýningar á laugardag kl.13.00 og kl.15.00.
Á páskadag kl.16.00 verður síðan hin ástsæla sýning Sigvaldi Kaldalóns sýnd í leihúsinu á Þingeyri.
Miðasala á allar sýningar stendur yfir allan sólarhriginn á tix.is
Miðasölusími: 823 7665
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

