
fimmtudagurinn 20. nóvember 2025
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli Leikklúbburinn setti á senu Fiðlarann á þakinu sem fór síðan alla leið í Þjóðleikhúsið en uppfærslan var valin áhugaverðasta áhugaleiksýningin það leikárið. Víst hefur margt rekið að landi í bænum við flæðarmálið hvað leiksöguna varðar og í bókinni fáum við leiksöguna alla hvar fjölda margir koma við sögu allt frá leikurum til snillinganna er starfa baksviðs að áhorfendum ógleymdum en margir þeirra hafa lagt sitt af mörkunum við að vernda leiksöguna bæði með því að rita gaggarýni yfir í stuttra athugasemda á samfélagsmiðlum. Leiklist á Ísafirði fæst í Kómedíuleikhúsinu og í bókaverslunum um land allt.
Fyrsta vitaða leikuppfærslan á Íslandi fór fram í Reykjavík 1852 tveimur árum síðar var komið að landsbyggðinni og það var einmitt á ísafirði sem fyrsta leikuppfærslan fór fram. Reyndar var sama leikverk á fjölunum í báðum þessum tímamóta uppfærslum en það var leikurinn Hrólfur eftir lista- og leikhúsfrumherjann Sigurð Pétursson. Allar götur síðan hafa leiksýningar og leiklist verið partur af bæjarlífinu á Ísafirði. Laust fyrir síðustu aldamót hófst svo félagatíminn á Íslandi og spruttu upp allra handa félög allt frá templara til kven- og íþróttafélaga. Fljótlega urðu einmitt leiksýningar vinsælar hjá þessum félögum og stór þáttur í þeirra starfi sem fjáröflun. Fyrsta vitaða leikfélagið á Ísafirði var stofnað svo snemma sem 1891 starfaði reyndar ekki og eftir það komu nokkur er einnig lifðu skammt. Það var svo árið 1922 sem Leikfélag Ísafjarðar var stofnað og starfaði allt þar til núverandi félag Litli leikklúbburinn tók við keflinu 1964. Leiklist á Ísafirði er prýdd fjölda mynda úr leiklífinu í bænum við flæðarmálið og fæast einsog áður sagði hjá Kómedíuleikhúsinu og í bókaverslunum um land allt.
Pantanir komedia@komedia.is
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

