ţriđjudagurinn 14. október 2014

Leikferđ um Norđurland

Búkolla fer norđur ásamt útlögunum Kómísku
Búkolla fer norđur ásamt útlögunum Kómísku

Það er líf og fjör í Kómedíuleikhúsinu á nýbyrjuðu leikári. Þegar höfum við farið í leikferð með barnaleikritið Höllu bæði Vestur, Norður og Austur. Leikárið okkar kom út um daginn í glæsilegum bæklingi og núna í nóvember hefjast æfingar á Gretti. En næst á dagskránni er leikferð um Norðurland.

Kómedíuleikhúsið sendir nú á flakka þrjá af sínum vinsælustu leikjum Gísla Súrsson, Fjalla-Eyvind og Búkollu. Sýnt verður í skólum og allsstaðar þar sem fólk kemur saman vikuna 27. - 31. október. Erum þegar byrjuð að bóka sýningar þannig lítur bæði fimmtudagurinn 30. og föstudagurinn 31. október mjög vel út.

Svo nú er bara að panta sýningu fyrir hópinn þinn í síma: 860 6062 og leiksýningin er þín. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang Kómedíuleikhússins komedia@komedia.is Hlökkum til að heyra í ykkur. 

fimmtudagurinn 2. október 2014

Leikár Kómedíuleikhússins 2014 - 2015

Grettir nýtt verk úr smiđju Kómedíuleikhússins
Grettir nýtt verk úr smiđju Kómedíuleikhússins

Hann er lentur leikársbæklingur okkar. Leikárið verður sannarlega kómískt alls verða sjö verk á fjölunum og þar af eitt brakandi nýtt og ferskt. Við erum að tala um Gretti. Já, hinn sama Gretti sterka son Ásmundar. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson en leikstjóri er Víkingur Kristjánsson. 

Útlagar hafa verið sérlega vinsælir hjá Kómedíuleikhúsinu og munu tveir aðrir vinsælir útlagaleikir vera á fjölunum á leikárinu. Fyrst ber að nefna öldunginn en samt ávallt í fullu fjöri sjálfur Gísli Súrsson. Leikurinn hefur verið sýndur um 300 sinnum og verður enn á ferðinni um land allt. Kollegi hans Fjalla-Eyvindur verður einnig sýndur víða á leikárinu. 

Kómedíuleikhúsið hefur ávallt boðið uppá vandaðar sýningar fyrir æskuna enda er það miklvægt ef leikhúsið á að lifa og eflast. Ef æskan kynnist ekki leikhúsinu í æsku þá er nú ekkert víst að þau komi í leikhúsið enda þeim ókunnugt. Þrjár leiksýningar verða fyrir æskuna. Barnaleikritið Halla sem er byggt á ljóðabók Steins Steinarrs. Ævintýraleikurinn Búkolla sem hefur verið sýndur um 40 sinnum um land allt og loks jólaleikritið vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans. Jólaleikurinn sá hefur notið mikilla vinælda og eru þetta fjórðu jólin sem leikurinn er á fjölunum. 

Síðast en ekki síst tekur Kómedíuleikhúsið upp sýningar á verkinu Sigvaldi Kaldalóns. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning um einn dáðasta listamann þjóðarinnar. 

Allar sýningar Kómedíuleikhússins eru ferðasýningar sem henta við öll tækifæri. Leikársbæklingurinn er aðgengilegur á netinu og er slóðin hér að neðan: 

 

issu.com/komediuleikhusid/docs/leikar_14-15nomarks?fb_action_ids=359234347578140&fb_action_types=og.shares 

Fjöldi mynda prýđir bókina
Fjöldi mynda prýđir bókina

Kómedíuleikhúsið undirbýr nú útgáfu á bókinni Leikræn tjáning. Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, Kómedíuleikari, sem hefur kennt leiklist um land allt í næstum tvo áratugi. Fjármögnun bókarinnar fer fram á hinum stórgóða vef Karolina fund á slóðinni www.karolinafund.com/project/view/620 

Þar geta áhugasamir tekið þátt í ævintýrinu á margan hátt og bara hagnast. Allt fer þetta eftir því hve mikið þú leggur í pottinn. Þannig getur þú fengið allt frá áritaðri bók í 10 eintök og meira að segja heilt leiklistarnámskeið líka og meira að segja tvö.

Leikræn tjáning er kennslubók fyrir fólk á öllum aldri. Bókin hentar fyrir alla þá sem hafa áhuga á leikrænni tjáningu hvort heldur kennarar eða njótendur listarinnar. Leikræn tjáning er í raun æfingabanki sem inniheldur fjölbreyttar æfingar allt frá spunaæfingum til trúðalista og allt þar á milli. Leggið okkur lið svo við getum sett prentvélarnar í gang

www.karolinafund.com/project/view/620 

 

ţriđjudagurinn 23. september 2014

Leikáriđ er á leiđinni

Þá fer alveg að koma að því. Þessu árlega og kómíska. Að kynna nýtt leikár. Bæklingurinn er þegar kominn í prentun og er væntanlegur í byrjun næstu viku. Á sama tíma verður leikárið kynnt sérstaklega hér á heimasíðunni. Eitt er víst þetta verður kómískt leikár. Fylgist með. 

ţriđjudagurinn 2. september 2014

Halla fer í leikferđ

Halla fer á flakk
Halla fer á flakk

Að vanda verður Kómedíuleikhúsið á ferð og flugi á leikárinu með sýningar sínar. Fyrsta leikferð þessa leikárs er nú í undirbúningi. Farið verður með hið vinsæla barnaleikrit Halla í skóla fyrir vestan, norðan og austan vikuna 15. - 21. september. Nú þegar hafa skólar á Reykhólum, í Fjallabyggð, Seyðisfirði og á Egilsstöðum bókað sýningu og fleiri eru í startholunum.

Barnaleikritið Halla var frumsýnt síðasta vor í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur víða m.a. í Bolungarvík og Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Halla fjallar um samnefnda stúlku sem býr hjá afa sínum í dálitlu þorpi við dálítinn sjó. Það er margt sem þarf að gera í þorpi út við sjó og hve mikið sem fiskast það fiskast aldrei nóg. Afinn sækir sjóinn enda er hann mikil aflakló og það er Halla afastelpan hans einnig. Svo gerist það dag einn að afi segir við Höllu: Þú ert ekki nógu feit það er mér nokkuð kappsmál að koma þér í sveit. Þá tekur sagan á sig ævintýralega mynd en allt fer þó vel að lokum.

Leikritið Halla er byggt á samnefndri ljóðabók eftir vestfirska skáldið Stein Steinarr. 

fimmtudagurinn 21. ágúst 2014

Fjalla-Eyvindur í Gamla-bankanum Selfossi

Fjalla-Eyvindur í banka á Selfossi
Fjalla-Eyvindur í banka á Selfossi

Í tilefni af því að 300 ár eru liðin frá fæðingu Fjalla-Eyvindar verður einleikur um söguhetjuna úr smiðju Kómedíuleikhússins sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi. Hinn gamli banki er til húsa að Austurvegi 21 og verða sýningar á Fjalla-Eyvindi föstudaginn 29. ágúst og sunnudaginn 31. ágúst kl.20. Á undan sýningunni verður Hjörtur Þórarinsson með fyrirlestur um Fjalla-Eyvind. Miðaverð er aðeins 2.500. - kr og miðasölusíminn er: 894 1275.

Húsið opnar kl.19.30 báða sýningardagana. 

laugardagurinn 16. ágúst 2014

Gísli kemst bara ekki í súrinn

Engin leiđ ađ hćtta
Engin leiđ ađ hćtta

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið sýndur sleitulaust síðan í lok febrúar 2005 bæði hér heima og erlendis. Sýningar nálgast 300 og til stóð að setja sýninguna endanlega í súr 20. ágúst næstkomandi en þá verða einmitt tvær sýningar á leiknum. En við erum ekki vön því að segja nei í Kómedíuleikhúsinu og því höfum við bætt við nokkrum sýningum bæði í september og október. Það er bara þannig að það eru forréttindi að fá að sýna íslenskt leikverk svona oft og ef eftirspurnin er enn til staðar. Nú þá bara höldum við áfram. Svo einsog staðan er núna þá er loka sýning á Gísla Súrssyni 22. október á Gíslastöðum í Haukadal. Ef einhver pantar eftir það nú þá bara geymir Gísli sína súrlegu um stund. 

föstudagurinn 1. ágúst 2014

Fjalla-Eyvindur á Inndjúpshátíđ

Fjalla-Eyvindur mćtir í Heydal
Fjalla-Eyvindur mćtir í Heydal

Núna á laugardag verður Inndjúpsdagurinn haldin hátíðlegur í Heydal í Mjóafirði. Margt verður til skemmtunar og fróðleiks frá morgni til kvelds. Leikritið Fjalla-Eyvindur verður sýnt kl.18 og þar á eftir verður hlaðborð með gósmætum úr Djúpinu. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og hefur Kómedíuleikhúsið ávallt tekið þátt í gleðinni. 

Nánari upplýsingar um Inndjúpsdaginn í Heydal er á heydalur.is 

fimmtudagurinn 24. júlí 2014

Sumarfrí

Fjalla-Eyvindur gefur taktinn eftir sumarfrí á Inndjúpsdögum um Verslunarmannahelgina.
Fjalla-Eyvindur gefur taktinn eftir sumarfrí á Inndjúpsdögum um Verslunarmannahelgina.

Þá er hafið stutt kómískt sumarfrí. Sumarið hefur sannarlega verið tíminn hjá Kómedíuleikhúsinu. Mikið að gera sem er bara alveg frábært. Mestu hefur farið fyrir verðlaunasýningunni Gísli Súrsson. Aldrei hafa sumarsýningar á Gísla verið jafnmargar eða 20 talsins. Enda vel við hæfi því í haust lýkur sýningum enda erum við að detta í 300 sýningar sem sannarlega hafa ekki verið súrar. Allt tekur enda og mun lokasýning á Gísla Súrssyni vera í september á Víkingahátíð fjölskyldunnar sem fer fram á söguslóðum nefnilega á Gíslastöðum í Haukadal. Leikurinn verður hins vegar kvikmyndaður og gefin út á mynddiski sem mun án efa rata í margan jólapakkann. Fjalla-Eyvindur hefur og farið mikinn í sumar og fyrsta verk eftir sumarfrí verður einmitt að sýna þann vinsæla leik. Þá verður Fjalla-Eyvindur sýndur á Inndjúpsdögum í Heydal í Mjóafirði um Verslunarmannahelgina. Þetta er fjórða árið í röð sem sú hátíð er haldin og hefur Kómedíuleikhúsið verið partur af Inndjúpsdögum frá upphafi. 

Sumarið er tíminn njótum þess í faðmi fjölskyldunnar og sjáumst hress. 

mánudagurinn 14. júlí 2014

Gísli Súrsson á Miđaldasögum á Gásum

Gísli Súrsson verđur í Eyjafirđi á helginni
Gísli Súrsson verđur í Eyjafirđi á helginni

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson verður sýndur á hinni árlegu Miðaldadögum á Gásum Eyjafirði. Hátíðin fer fram núna á helginni og verður Gísli sýndur dalega alla dagana. Fyrsta sýning verður á íslensku á föstudeginum 18. ágúst. Leikurinn veðrur síðan sýndur á ensku á laugardag og sunnudag.

Gísli Súrsson hefur verið sýndur víða og margoft þetta sumarið. En nú fer að líða að langtíma súr því síðstu sýningar eru núna í ágúst á Gíslastöðum í Haukdal.

Fyrri síđa
1
234567141516Nćsta síđa
Síđa 1 af 16
Eldri fćrslur