fimmtudagurinn 24. júlí 2014

Sumarfrí

Fjalla-Eyvindur gefur taktinn eftir sumarfrí á Inndjúpsdögum um Verslunarmannahelgina.
Fjalla-Eyvindur gefur taktinn eftir sumarfrí á Inndjúpsdögum um Verslunarmannahelgina.

Þá er hafið stutt kómískt sumarfrí. Sumarið hefur sannarlega verið tíminn hjá Kómedíuleikhúsinu. Mikið að gera sem er bara alveg frábært. Mestu hefur farið fyrir verðlaunasýningunni Gísli Súrsson. Aldrei hafa sumarsýningar á Gísla verið jafnmargar eða 20 talsins. Enda vel við hæfi því í haust lýkur sýningum enda erum við að detta í 300 sýningar sem sannarlega hafa ekki verið súrar. Allt tekur enda og mun lokasýning á Gísla Súrssyni vera í september á Víkingahátíð fjölskyldunnar sem fer fram á söguslóðum nefnilega á Gíslastöðum í Haukadal. Leikurinn verður hins vegar kvikmyndaður og gefin út á mynddiski sem mun án efa rata í margan jólapakkann. Fjalla-Eyvindur hefur og farið mikinn í sumar og fyrsta verk eftir sumarfrí verður einmitt að sýna þann vinsæla leik. Þá verður Fjalla-Eyvindur sýndur á Inndjúpsdögum í Heydal í Mjóafirði um Verslunarmannahelgina. Þetta er fjórða árið í röð sem sú hátíð er haldin og hefur Kómedíuleikhúsið verið partur af Inndjúpsdögum frá upphafi. 

Sumarið er tíminn njótum þess í faðmi fjölskyldunnar og sjáumst hress. 

mánudagurinn 14. júlí 2014

Gísli Súrsson á Miðaldasögum á Gásum

Gísli Súrsson verður í Eyjafirði á helginni
Gísli Súrsson verður í Eyjafirði á helginni

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson verður sýndur á hinni árlegu Miðaldadögum á Gásum Eyjafirði. Hátíðin fer fram núna á helginni og verður Gísli sýndur dalega alla dagana. Fyrsta sýning verður á íslensku á föstudeginum 18. ágúst. Leikurinn veðrur síðan sýndur á ensku á laugardag og sunnudag.

Gísli Súrsson hefur verið sýndur víða og margoft þetta sumarið. En nú fer að líða að langtíma súr því síðstu sýningar eru núna í ágúst á Gíslastöðum í Haukdal.

þriðjudagurinn 8. júlí 2014

Fjalla-Eyvindur á Snæfjallaströnd á helginni

Fjalla-Eyvindur fer Djúpið og verður á Dalbæ á helginni
Fjalla-Eyvindur fer Djúpið og verður á Dalbæ á helginni

Leikritið vinsæla Fjalla-Eyvindur verður sýnt á Dalbæ á Snæfjallaströnd komandi laugardag. Þá verður þess minnst sérstaklega að í ár er 300 ára afmæli hins merka útlaga Eyvindar Jónssonar sem þekktur varð sem Fjalla-Eyvindur. Á undan sýningunni mun Hjörtur Þórarinnsson flytja erindi um þau Eyvind og Höllu en nýlega kom út bók hans um efnið. Fjalla-Eyvindar stundinn á Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardag 12. júlí hefst kl.18.00. Miðaverð er 2.900.- kr en sérstakt tilboð til félagsmanna Snjáfjallaseturs. 

Leikritið Fjalla-Eyvindur hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur enda er hér á ferðinni ótrúleg saga eins merkasta útlaga þjóðarinnar. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson. Höfundur tónlistar er Guðmundur Hjaltason, leikmynd, búninga og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. 

mánudagurinn 30. júní 2014

Síðustu stundir Gísla á leiksviðinu

Gísli fer af leiksviðinu og yfir á mynddisk
Gísli fer af leiksviðinu og yfir á mynddisk

Einsog komið hefur fram hér á heimasíðunni þá lýkur brátt sýningum á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson. Síðasta opna sýningin var í síðustu viku og aðeins eru eftir sýningar fyrir hópa. Þær sýningar eru allar á ensku en gaman er að geta þess að síðustu tvö árin hefur leikurinn verið sýndur oftar á ensku en á íslensku. Hópasýningarnar eru allar á söguslóðum Gísla nefnilega á Gíslastöðum í Haukadal. Einnig verður Gísli Súrsson sýndur á Miðaaldahátíðinni á Gásum 18. - 20. júlí. 

Þó sýningum á Gísla Súra ljúki í ágúst þá má verður áfram hægt að horfa á þessa vinsæla sýningu. Því í haust verður leikurinn tekinn upp og verður fáanlegur á mynddiski fyrir jólin. Þar höfum við það jólagjöfin í ár er Gísli Súrsson. Þannig verður hægt að horfa á leikinn aftur og aftur. 

föstudagurinn 27. júní 2014

Skrímsli á Stímpönkhátíð Bíldalíu

Skrímslin eldast vel
Skrímslin eldast vel

Kómedíuleikhúsið er nú komið til Bildaliu í Arnarfirði. Þar fer fram fyrsta Stímpönkhátíð þjóðarinnar, já bara núna á helginni. Framlag okkar til hátíðarinnar er sýningin Skrímsli sem sannarlega er í anda Stímpönk formsins og tískunnar. Sýnt verður bæði á laugardag og sunnudag í Gamla skóla. Leiksýningin Skrímsli var sýnd árið 2007 og var einmitt frumsýnt hér í Bíldalíu. Það er gaman að geta boðið uppá þessa sýningu að nýju en þó verður hún ekki í fullri lengd því um 20 mín útgáfu af Skrímslum er að ræða. 

Skundið í Arnarfjörð mekka skrímslanna á Stímpönkhátíð Bildalíu á helginni. Því þetta verður eitthvað. 

mánudagurinn 23. júní 2014

Lokasýning á Gísla Súra

Nú fer Gísli loksins í sinn súr
Nú fer Gísli loksins í sinn súr

Síðasta opna sýningin á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson verður núna á fimmtudag 23. júní kl.20. Sýnt verður á söguslóðum á Gíslastöðum í Haukadal einmitt þar sem sá Súri tók land. Miðaverð er aðeins 2.500.- kr og það er posi á staðnum.

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið á fjölunum síðan 2005. Nú um 300 sýningum seinna um land allt og einnig víða erlendis er komið að lokum. Þetta hefur verið frábær tími og við þökkum mikið góðar viðtökur sem við höfum fengið. 

Gísli er þó ekki alveg búinn að pakka niður því leikurinn verður sýndur á Miðaldadögum á Gásum í júlí. Einnig munu nokkrir hópar mæta á Gíslastaði í sumar og sjá þessa vinsælu sýningu. Síðustu hóparnir koma til okkar 20. ágúst en þá verða tvær sýningar sem eru þær allra síðustu á Gísla Súrssyni. Efir það mun sá Súri fara endanlega í sinn súr enda kominn tími til. 

föstudagurinn 20. júní 2014

Frystiklefinn í kveld, Reykhólar á morgun

Fjalla-Eyvindur mætir ískaldur í Frystiklefann og þar á eftir í sveitina á Reykhólum
Fjalla-Eyvindur mætir ískaldur í Frystiklefann og þar á eftir í sveitina á Reykhólum

Kómedíuleikhúsið heldur áfram ferð sinni um landið. Í kveld, föstudaginn 20. júní, verður Fjalla-Eyvindur sýndur í hinu frábæra leikhúsi Frystiklefanum á Rifi. Leikur hefst kl.20 og er miðaverð aðeins 2.900.- kr.

Á laugardag verður Fjalla-Eyvindur og Gísli Súrsson á Reykhólum. Sýnt verður í tilefni af hinni skemmtilegu hátið Gengið um sveit sem þar er haldin um helgina. Sýnt verður í sal Báta- og hlunnindasýningarinnar og verður boðið uppá sannkallað kaffileikhúskveld. Húsið opnar kl.18.30 og leikurinn hefst klukkutíma síðar. Miðaverð á báðar sýningarnar er aðeins 3.500.- kr.

Lokasýning í Gamla bíó
Lokasýning í Gamla bíó

Boðið hefur verið uppá sérstaka útlagatvennu í Gamla bíó í Reykjavík síðustu vikur. Þar hafa verið sýndir tveir einstakair einleikir um þekktustu útlaga þjóðarinnar Gísla Súrsson og Fjalla-Eyvind. Nú er komið að síðustu sýningu. Sýnt verður mánudaginn 16. júní kl.20 í Gamla bíó. Miðasala er í blússandi gangi á midi.is. 

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið sýndur við miklar vinsældir síðastliðin tíu ár. Leikurinn hefur unnið til fjölda verðlauna og verið sýndur um land allt og víða erlendis. Fjalla-Eyvindur er nýr af nálinni og var frumsýndur í lok síðasta árs. Leikurinn hefur hlotið góðar viðtökur og verið sýndur víða. 

fimmtudagurinn 12. júní 2014

Gísli Súrsson á Gíslastöðum í kveld

Gísli Súrsson á fjölunum í allt sumar og svo ekki meir
Gísli Súrsson á fjölunum í allt sumar og svo ekki meir

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson verður sýndur á Gíslastöðum í Haukdal í kveld kl.20. Miðaverð er aðeins 2.500.- kr og það er posi á staðnum.

Það er sérlega gaman að sýna Gísla Súrsson á söguslóðum í Haukadal einmitt þar sem sá Súri tók land. Fjölmargar sýningar verða á leikritinu bæði í Haukadal, Reykjavík, Eyjafirði og víðar í sumar. Alls er um að ræða yfir 20 sýningar þetta sumarið og telst það líklega svolítið gott. En nú er líka að verða komið gott. Því þetta bráðum 300 sýnda verðlaunaleikrit verður brátt pakkað niður. Á ekki að hætta leik þá hæst hann stendur? Það er því ástæða til að hvetja þá sem enn eiga eftir að sjá Gísla Súrsson að bregða sér á sýningar okkar í sumar. Síðustu sýningar á Gísla Súrssyni verða miðvikudaginn 20. ágúst en þá verða sýndar tvær sýningar og það er uppselt á þær báðar. 

Leikritið Gísli Súrsson hefur verið stór partur af starfsemi Kómedíuleikhússins í ein 10 ár en nú munu aðrar hetjur taka við strax á komandi leikári 2014 - 2015. Sannarlega kómískt haust framundan. 

mánudagurinn 9. júní 2014

Ný Þjóðleg hljóðbók á ensku

Lokins komin Þjóðleg hljóðbók á ensku
Lokins komin Þjóðleg hljóðbók á ensku

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út nýja Þjóðlega hljóðbók og nú á ensku. Um er að ræða úrval íslenskra ævintýra og þjóðsagna í snildar þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Icelandic Fairy- and Folk Tales nefnist hljóðbókin og er nú fáanleg á heimasíðu Kómedíuleikhússins sem og í bókaverslunum um land allt. 

Á Icelandic Fairy- and Folk Tales er úrval ævintýra og þjóðsagna úr hinum íslenska sagnarafi. Sögur á borð við Bakkabræður, Giltitrutt auk úrvali álfa-, drauga-, galdra- og tröllasagna. Lesari er Elfar Logi Hannesson. Icelandic Fairy- and Folk Tales er kærkomin nýjung í Þjóðlegu hljóðbókaútgáfu okkar. Icelandic Fairy- and Folk Tales er fjórtánda hljóðbókin sem Kómedíuleikhúsið gefur út en óhætt er að segja að útgáfunni hafi verið vel tekið. Nú þegar eru fjórar fyrstu hljóðbækur okkar uppseldar. 

Fyrri síða
1
234567131415Næsta síða
Síða 1 af 15
Eldri færslur