fimmtudagurinn 4. júní 2015

Grettisstund meğ Einari Kára og Elfari Loga

Sagnamağurinn Einar Kárason
Sagnamağurinn Einar Kárason

Sérstök Grettisstund verður haldin í paradísadalnum á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði í lok júní. Þá munu þeir Einar Kárason, rithöfundur, og Elfar Logi Hannesson, leikari, leiða saman hesta sína og leika með eina þekktustu Íslendingasöguna Grettis sögu Ásmundarsonar. Grettisstundin verður sunnudaginn 28. júní kl.20.00.

 

Einar Kárason hefur leik og fjallar um Gretti á sinn magnaða hátt en Einar er mikll sögumaður sem unun er að hlýða á. Að Einars þætti loknum mun Elfar Logi Hannesson sýna einleikinn Grettir sem hefur sannarlega slegið í gegn og verið sýndur víða. Rétt er að geta þess að á milli þeirra félaga verður gert stutt hlé þar sem gestum gefst kostur á að bragða á hinum magnaða rabbabaragraut húsfreyjunnar. 

 

Miðasala á Grettisstund á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði er þegar hafin. Miðasölusíminn er 891 7025, einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is 

Miðaverð er aðeins 3.500.- kr

föstudagurinn 15. maí 2015

Norğur skal halda

Kómedíuleikhúsið skundar í næstu viku í stutta leikferð um Norðurland. Tvær leiksýningar verða sýndar í norðurferðinni. Fyrst skal telja verðlaunaleikinn Gísla Súrsson en þess ber að gera að alveg á næstunni verður 300 sýningin á leiknum sem er nú bara met. Líklega ekki Íslandsmet en það styttist í það því Gísli verður á fjölunum um land allt í sumar. Ævintýraleikurinn Búkolla verður með í norðurferðinni að þessu sinni. Þessi sýning hefur einnig notið mikilla vinsælda og hefur verið sýnd um 40 sinnum víða um landið. Hér á er ferðinni ævintýraleg sýning þar sem leikin eru helstu ævintýrin sem bílddælski listamaðurinn Muggur myndskreytti á sínum stutta en einstaka ferli. Má þar meðal annars nefna hans eigið ævintýri Dimmalimm sem er án efa eitt af þeim allra vinsælustu hér á landi.

şriğjudagurinn 21. apríl 2015

Kómedíuleikhúsiğ fær reseft

Grettir hefur slegiğ í gegn fyrir sönnan
Grettir hefur slegiğ í gegn fyrir sönnan

Kómedíuleikhúsið hefur í vetur sýnt einleikinn Gretti í Fischersetrinu á Selfossi. Ekki hefur þetta þó verið alveg einleikið því sagnamaðurinn Einar Kárason hefur verið í kompanýi við okkur og flutt tölu um Gretti á undan sýningunni. Þessar tvöföldu Grettis sýningar þóttust takst frábærlega og var aðsókn hin besta. Kómedíuleikhúsið og Einar Kárason hafa nú planlagt að vera með Grettisstund í sumar fyrir vestan. Nánar tiltekið á Gíslastöðum Haukadal í Dýrafirði. Á heimaslóðum annars útlaga nefnilega Gísla nokkurs Súrssonar. Grettis sýningarnar í Haukadal verða auglýstar þegar nær dregur sumri. 

Hin listræni doktor Lýður Árnason var á tvöföldum Gretti í Fischersetri á Selfossi um daginn. Að hætti lækna ritaði hann reseft um flutninginn:

,,Frábær samsuða sagnamannsins Einars Kárasonar og Elfars Loga um Gretti sterka. Einar rekur söguna og grefur upp áhugaverð sjónarhorn sem Elfar Logi tætir síðan í sig og matreiðir í áhorfendur á einkar fyndin hátt. Einleikjaformið er hér í essinu sínu."

şriğjudagurinn 14. apríl 2015

Gísli og Búkolla fara norğur

Gísli Súrsson ein mest sında leiksıning allra tíma er enn á fjölunum
Gísli Súrsson ein mest sında leiksıning allra tíma er enn á fjölunum

Kómedíuleikhúsið hefur í gegnum árin farið reglulega í leikferðir um landið og heimsótt grunn- og leikskóla. Í lok apríl verður farið í leikferð um Norðurland. Boðið er upp tvær vandaðar og vinsælar sýningar. Verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og ævintýraleikinn Búkolla. Vel gengur að bóka sýningar og eru áhugasamir hvattir til að setja sig í samband við okkur með því að senda tölvupóst á netfangið

 

komedia@komedia.is 

şriğjudagurinn 7. apríl 2015

Grettir og Einar Kára aftur á Selfossi

Fyrr í vetur var haldin sérstakt Grettiskveld í Fischersetrinu á Selfossi með miklum bravúr. Einar Kárason, rithöfundur, flutti erindi um Gretti og Kómedíuleikhúsið sýndi einleikinn sinn um kappann. Á næstu helgi á að endurtaka leikinn. Sýnt verður bæði laugardag 11. apríl og sunnudaginn 12. apríl í Fischersetrinu Selfossi. Húsið opnar 19.30 en leikur hefst kl.20. Miðaverð er aðeins 3.500.- kr og rennur allur ágóði til Fischerseturs. Miðsölusími er 894 1275. 

Meðfylgjandi eru tvær myndir sem teknar voru á síðsutu Grettisstund. 

miğvikudagurinn 18. mars 2015

Gísli Súrsson og Grettir á Skíğaviku

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við heiðurshjónin í Arnardal býður uppá sannkallaða leikhúsveislu á föstudaginn langa í Skíðaviku. Sýndar verða tvær vinsælar og einstakar leiksýningar á sama kveldinu báðar byggðar á vinsælustu Íslendingasögunum. Nefnilega verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson og nýjasti smellurinn Grettir, byggður á Grettissögu. Sýnt verður á föstudaginn langa, 3. apríl, kl.20 en húsið opnar hálftíma fyrir sýningu. Barinn opinn og einstök stemning í paradísinni í Arnardal. En það tekur aðeins 7 mín að aka í paradísina frá Ísafirði. Miðaverð litlar 3.500.- kr. Forsala fer fram í Hamraborg á Ísafirði. Miðasölusími: 891 7025.

 

Þetta er í fyrstsa sinn sem útlagarnir Gísli og Grettir mætast á leiksviðinu. Gísli Súrsson hefur verið á fjölunum síðan 2005 og síðan eru liðnar 300 sýningar. Grettir hinsvegar var frumsýndur í upphafi árs en hefur þegar verið víðförull einsog kollegi sinn.  

 

Hin árlega Skíðavika fer fram í Ísafjarðarbæ á páskum. Hátíðin hefur stækkað með ári hverju og víst geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki bara rokk og ról heldur og úrval leiksýninga og ekki má gleyma skíðunum.  

miğvikudagurinn 4. mars 2015

Slappağ af

Það hefur verið mikið lífi og fjör hjá Kómedíuleikhúsinu á hinu tveggja mánaða herrans ári 2015. Strax í upphafi árs frumsýndum við nýtt íslenskt leikrit Grettir sem hefur fengið líka þessar fínu móttökur. Leikurinn hefur verið sýndur sex sinnum bæði hafa verið opnar sýningar og skólasýningar. Næsta verkefni okkar er að gera einsog Jónas R. söng um árið, slappa af. Hlaða batteríið. 

Hinn Kómíski er enda þessa dagana fastur alla daga á Þingeyri þar sem hann er að setja á svið ekkert minna en sjálfan Galdrakarlinn í Oz. Frumsýning verður 14. mars í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fljótlega eftir það förum við aftur á ról með Gretti og verða sýningar á hinni árlegu Skíðaviku á Ísafirði um páskana.

föstudagurinn 13. febrúar 2015

Grettir á Selfossi

Grettir á Selfossi
Grettir á Selfossi

Sérstök Grettisstund verður haldin í Fischersetrinu á Selfossi helgina 21. og 22. febrúar. Skáldið Einar Kárason verður með fyrirlestur um Gretti og að honum loknum sýnir Kómedíuleikhúsið einleikinn Gretti. Sýnining verður í Fischersetrinu Austuvegi 21. Sýnt verður bæði laugardag 21. febrúar og sunnudag 22. febrúar kl.20 báða dagana. Miðasala stendur yfir í síma 894 1275. 

Einleikurinn Grettir var frumsýndur í síðasta mánuði. Einsog marg oft hefur komið fram var stundin sú sérstök því sýnt var í Minnsta óperuhúsi heims í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi. Síðan þá hefur Grettir verið sýndur fyrir æskuna bæði á Ísafirði og Þingeyri. Fleiri sýningar á Gretti verða á næstu misserum og ekki má gleyma því að við erum að fara með sýninguna alla leið til Kanada í október á þessu ári.

laugardagurinn 7. febrúar 2015

Grettir fer til Kanada

Grettir vill skoğa heiminn
Grettir vill skoğa heiminn

Viðtökur á nýjasta leikriti okkar Grettir hafa verið alveg ljómandi góðar. Leikurinn var frumsýndur fyrir aðeins tæpum mánuði og var sá dagur sannarlega kómískur. Frumsýnt var á söguslóðum Grettis eða í Vatnsfirði í Djúpi en þar dvaldi hann um hríð eftir að húsfreyja bjargaði honum undan snörunni. Sýnt var í minnsta óperuhúsi heims sem er einmitt í hinu sögufræga Vatnsfirði. Síðan þá hafa verið þrjár sýningar í grunnskólum. Óhætt er að segja að æskan hafi vel tekið í sögu fornkappans.

Nú ber heldur betur til tíðinda því Kómedíuleikhúsinu hefur verið boðið til Kanada með Gretti. Sýnt verður á Íslendingaslóðum á hátíð sem þar fer fram í október. Það er einmitt verið að þýða verkið yfir á ensku og verður sú útgáfa sýnd í Kanada í haust.

Næstu sýningar á Gretti verða hinsvegar í Fischersetrinu á Selfossi 21. og 22. febrúar. Einar Kárason stórskáld mun flytja erindi um Gretti á undan sýninguni bæði kveldin. 

miğvikudagurinn 14. janúar 2015

Grettir frumsındur í Minnsta óperuhúsi heims

38. verk Kómedíuleikhússins verğur frumsınt á helginni
38. verk Kómedíuleikhússins verğur frumsınt á helginni

Frá því í fyrra hafa æfingar staðið yfir á nýju íslensku verki í herbúðum Kómedíuleikhússins. Leikurinn nefnist Grettir og er byggður á samnefdri Íslendingasögu. Á helginni er stóra stundin runnin upp því þá verður Grettir frumsýndur og það á söguslóðum. Grettir fór víða í sinni löngu útlegð meðal annars í Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Þar verður Grettir einmitt frumsýndur nánar tiltekið í Minnsta óperuhúsi heims, gamla samkomuhúsinu í sveitinni, og hefst leikurinn kl.15.00. Í tilefni frumsýningar verður frítt inná sýninguna. Rétt er að taka sérstaklega fram að hvorki ljós né hiti er í þessu Minnsta óperuhúsi heims og því um að gera að mæta vel dúðaður til sýningar. Tilvalið er einnig að taka með sér nesti og ekki verra að hafa einhvern heitan vökva í nestiskörfunni. 

Grettir er einleikur einsog lang flest verka Kómedíuleikhússins. Höfundur og leiakri er Kómedíuleikarinn, Elfar Logi Hannesson. Búninga og leikmynd gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir en tónlist semur Guðmundur Hjaltason. Það er svo Víkingur Kristjánsson sem leikstýrir öllum herlegheitunum.

Grettir er 38. verkefni Kómedíuleikhússins. 

Fyrri síğa
1
234567151617Næsta síğa
Síğa 1 af 17
Eldri færslur