þriðjudagurinn 13. maí 2014

Sigvaldastund í Selinu Bíldudal

Kómedíuleikhúsið er enn í Vesturbyggð enda er þar gott að vera. Í síðustu viku sýndum við Fjalla-Eyvind tvívegis. Fyrst í grunnskóla Patreksfjarðar og síðan í Baldurshaga á Bíldudal. Einnig var ein sýning á ævintýraleiknum Búkolla á leikskólanum Arakletti Patreksfirði. Á morgun, miðvikudag, verður Kómedíuleikhúsið með sérstaka Sigvaldastund í Selinu á Bíldudal. Þar mun Elfar Logi Hannesson, leikhússtjóri vor, flytja erindi um ár tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns fyrir vestan. Fyrst frá dvöl hans á Ármúla í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tók einmitt um nafnið Kaldalóns. Sjálfur sagði hann að dvölin í Djúpinu hafi verið stórkostleg bæði í lífi hans og ekki síður í músíkinni en hann samdi um 100 lög á þeim 11 árum sem hann dvaldi í Ármúla. Nokkru síðar varð hann læknir í Flatey á Breiðafirði. Þar var dagsstarfið ekki síður drjúgt því þar urðu til hátt í 60 söngperlur hans. Sýningin á Sigvalda er liður í samningi sem Kómedíuleikhúsið gerði við Vesturbyggð í fyrra. Þegar hafa verið sýndar sýningar í skólum og nú er komið að heldri borgurum. 

Sigvaldastundin verður einsog áður sagði á morgun, þriðjudag, og hefst kl.14.30. Aðgangur er ókeypis. 

þriðjudagurinn 13. maí 2014

Sigvaldastund í Selinu Bíldudal

Sigvaldastund í Selinu Bíldudal
Sigvaldastund í Selinu Bíldudal

Kómedíuleikhúsið er enn í Vesturbyggð enda er þar gott að vera. Í síðustu viku sýndum við Fjalla-Eyvind tvívegis. Fyrst í grunnskóla Patreksfjarðar og síðan í Baldurshaga á Bíldudal. Einnig var ein sýning á ævintýraleiknum Búkolla á leikskólanum Arakletti Patreksfirði. Á morgun, miðvikudag, verður Kómedíuleikhúsið með sérstaka Sigvaldastund í Selinu á Bíldudal. Þar mun Elfar Logi Hannesson, leikhússtjóri vor, flytja erindi um ár tónskáldsins Sigvalda Kaldalóns fyrir vestan. Fyrst frá dvöl hans á Ármúla í Ísafjarðardjúpi þar sem hann tók einmitt um nafnið Kaldalóns. Sjálfur sagði hann að dvölin í Djúpinu hafi verið stórkostleg bæði í lífi hans og ekki síður í músíkinni en hann samdi um 100 lög á þeim 11 árum sem hann dvaldi í Ármúla. Nokkru síðar varð hann læknir í Flatey á Breiðafirði. Þar var dagsstarfið ekki síður drjúgt því þar urðu til hátt í 60 söngperlur hans. Sýningin á Sigvalda er liður í samningi sem Kómedíuleikhúsið gerði við Vesturbyggð í fyrra. Þegar hafa verið sýndar sýningar í skólum og nú er komið að heldri borgurum. 

Sigvaldastundin verður einsog áður sagði á morgun, þriðjudag, og hefst kl.14.30. Aðgangur er ókeypis. 

fimmtudagurinn 8. maí 2014

Fjalla-Eyvindur á Bíldudal í kveld

Fjalla-Eyvindur mættur á Bíldudal
Fjalla-Eyvindur mættur á Bíldudal

Gamanleikurinn vinsæli Fjalla-Eyvindur verður sýndur í Baldurshaga á Bíldudal í kveld, fimmtudag, kl.21. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr og það er posi á staðnum. Gaman er að geta þess að öllum nemendum grunnskóla Bíldudals er boðið á sýninguna. 

Leikritið um Fjalla-Eyvind hefur notið mikilla vinsælda frá því það var frumsýnt í lok síðasta árs. Leikurinn hefur verið sýndur víða um land og hvarvetna hlotið góðar viðtökur. Enda er hér á ferðinni einstök saga um einn mesta útlaga allra tíma á Íslandi. Höfundur og leikari sýningarinnar er Bílddælingurinn Elfar Logi Hannesson. Guðmundur Hjaltason semur tónlistina í leiknum og Marsibil G. Kristjánsdóttir leikstýrir auk þess að sjá um búninga og leikmynd.

Gaman er svo að geta þess að Fjalla-Eyvindur verður loksins sýndur í Reykjavík í lok mánaðarins. Verður reyndar ekki einn á för því í fyrsta sinn munu útlagarnir Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur mætast á leiksviðinu í sannkallaðri útlagatvennu. Sýnt verður í hinu frábæra leikhúsi Gamla bíói og verða báðar sýningarnar sýndar saman sama kveldið. Fyrsta sýning á þessari útlagatvennu í Gamla bíó verður fimmtudaginn 29. maí kl.20. Miðasala verður á midi.is auk þess er hægt að panta miða í miðasölusíma Gamla bíós 563 4000. Næstu sýningar í Gamla bíó verða sunnudaginn 8. júní og mánudaginn 16. júní kl.20 báða dagana. 

mánudagurinn 5. maí 2014

Búkolla og Fjalla-Eyvindur í Vesturbyggð

Fjalla-Eyvindur komin yfir fjöll og fjörðu
Fjalla-Eyvindur komin yfir fjöll og fjörðu

Kómedíuleikhúsið er nú í Vestubyggð og verður með sýningar þar næstu daga. Á morgun, þriðjudag, verður Fjalla-Eyvindur sýndur í Patreksskóla kl.8.30. Skömmu síðar verður ævintýraleikurinn Búkolla sýndur í leikskólanum Arakletti á Patreksfirði. Fimmtudaginn 8. maí kl.20 verður almenn sýning á Fjalla-Eyvindi í Baldurshaga á Bíldudal. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr og það er posi á staðnum. Gaman er að geta þess að nemendur í Bíldudalsskóla fá frítt á sýninguna. 

Báðar sýningarnar hafa notið mikilla vinsælda og verið sýndar um land allt. Höfundur og leikari í báðum sýningunum er Elfar Logi Hannesson. Hann er einmitt að störfum núna á Bíldudal þar sem hann leikstýrir gamanleiknum Rommí hjá Leikfélaginu Baldri. 

Kómedíuleikhúsið er komið til borgarinnar með nýjasta leikrit sitt. Um er að ræða nýtt íslenskt barnaleikrit Halla sem er byggt á samnefndri ljóðabók eftir Stein Steinarr. Leikritið var frumsýnt 12. apríl á Ísafirði og hefur fengið afbragðsviðtökur. Barnaleikritið Halla verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu á helginni. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag kl.13 báða dagana. Miðasala fer fram á midi.is og í síma: 565 5900.

Halla heitir lítil telpa sem býr hjá afa sínum í þorpi útá landi. Það er margt sem þarf að gera í þorpi út við sjó og hvað mikið sem fiskast það fiskast aldrei nóg. Afi sækir sjóinn enda er hann mikil aflakló og það er Halla líka. En svo gerist það einn dag að afi segir við Höllu sína: Þú ert ekki nógu feit. Það er mér nokkurt kappsmál að koma þér í sveit. Þá tekur ævintýrið á sig ævintýralega mynd að hætti alvöru ævintýra. En allt fer þó vel að lokum.

Það er Henna-Riikka Nurmi sem leikur Höllu en Elfar Logi Hannesson leikur afann. Saman gerðu þau leikgerðina. Höfundur tónlistar er Guðmundur Hjaltason. Leikmynd, búninga og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. 

mánudagurinn 21. apríl 2014

Kómísk vika framundan

Barnaleikritið Halla verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu á helginni
Barnaleikritið Halla verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu á helginni

Það verður mikið um að vera í Kómedíuleikhúsinu í nýbyrjaðri viku eftir páska. Fjórar sýningar verða sýndar og það á þremur stöðum. Fyrsta sýning verður á Sumardaginn fyrsta 24. apríl kl.20.30. Þá verður gamanleikurinn Fjalla-Eyvindur sýndur í Félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ. Daginn eftir verður verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur í Hömrum á Ísafirði. Á helginni verður svo skundað alla leið í Hafnarfjörð. Nánar tiltekið í Gaflaraleikhúsið. Þar verður nýjasta leikrit Kómedíuleikhússins Halla á fjölunum. Sýnt verður bæði á laugardag 26. apríl og sunnudag 27. apríl. Báðar sýningar hefjast kl.13. Miðasala er þegar hafin á midi.is. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Gaflaraleikhússins 565 5900. 

miðvikudagurinn 16. apríl 2014

Leikhúspáskar á Ísó

Það verður geggjað stuð og stemmari á Ísó alla páskana. Ekki bara skíði heldur og mun menningarlífið iða alla páskadagana. Kómedíuleikhúsið tekur að sjálfsögðu þátt í fjörinu. Við munum vera með tvær sýningar á fjölunum. Á Föstudaginn langa verður hinn vinsæli gamanleikur Fjalla-Eyvindur sýndur í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Sýningin hefst kl.20. Á laugardag verða tvær sýningar á nýjasta leikriti okkar Halla. Sýnt verður í Safnahúsinu á Ísafirði. Fyrri sýningin verður kl.16.30 og sú seinni klukkutíma síðar eða kl.17.30. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin á allar sýningar í síma: 891 7025.

Gaman er að geta þess að fleiri sýningar verða á fjölunum í Ísafjarðarbæ um páskana. Leikdeild Höfrungs sýnir Línu Langsokk á Skírdag og Föstudaginn langa. Litli leikklúbburinn sýnir Þið munið hann Jörund og Leikfélag Flateyrar sýnir farsann Allir á svið. Síðast en ekki síst verður hin frábæra rokkhátíð Aldrei fór ég suður haldin á Ísafirði. Það er sannarlega ástæða til að vera í Ísafjarðarbæ þessa páska. Hlökkum til að sjá ykkur öll í menningarbænum. 

miðvikudagurinn 9. apríl 2014

Afar fá frítt á barnaleikritið Halla

Hlökkum til að taka á móti öllum öfunum
Hlökkum til að taka á móti öllum öfunum

Æfingar fyrir nýtt íslenskt barnaleikrit Halla standa nú yfir hjá Kómedíuleikhúsinu á Ísafirði. Hér er á ferðinni einlægt ævintýri um stúlkuna Höllu sem býr hjá afa sínum í þorpi. Frumsýning verður núna á laugardag 12. apríl kl.16.30 í Safnahúsinu á Ísafirði. Einsog í öllum alvöru ævintýrum þá gerast ævintýralegir hlutir. Nú þegar hefur verið tilkynnt að allar stúlkur sem heita Halla fá frítt á sýninguna. Og enn bætir í ævintýrið því afar á öllum aldri fá einnig frítt á barnaleikritið Halla. 

Halla verður einnig á fjölunum í Safnahúsinu Ísafirði um páskana. Tvær sýningar verða laugardaginn 19. apríl. Sú fyrri verður kl.16.30 og sú seinni klukkutíma síðar eða kl. 17.30. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin í síma 891 7025. 

fimmtudagurinn 3. apríl 2014

Halla fær frítt á Höllu

Nú væri gott að heita Halla
Nú væri gott að heita Halla

Æfingar standa nú yfir á nýju íslensku barnaleikriti Halla. Leikurinn er byggður á samnefndri ljóðabók eftir vestfirska skáldið Stein Steinarr. Leikgerð, leikur og dans er í höndum og fótum Elfars Loga Hannessonar og Hennu-Riikku Nurmi. Frumsýnt verður laugardaginn 12. apríl í sal Listasafnsins í Safnahúsinu Ísafirði.

Allar stúlkur sem heita Halla fá frítt inná sýninguna. Skiptir engu hver aldurinn er gildir fyrir allar Höllur þjóðarinnar. Já, nú kemur sér vel að heita Halla.

Barnaleikritið Halla verður einnig sýnd um páskana á Safnahúsinu Ísafirði. Tvær sýningar verða laugardaginn 19. apríl. Sú fyrri hefst kl.16.30 og sú seinni klukkutíma síðar. Miðasala á allar sýningar er hafin í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr. 

föstudagurinn 21. mars 2014

Þjóðlegu hljóðbækurnar

Þjóðlega hljóðbóka útgáfa Kómedíuleikhússins hefur heldur betur gengið vel. Nú þegar höfum við gefið út tólf Þjóðlegar hljóðbækur og á þessu ári bætast þrjár nýjar við í safnið. Útgáfan er einsog nafnið gefur til kynna helguð hinu þjóðlega sagnaarfi þjóðarinnar. Þjóðsögur og ævintýri sem eru algjörar perlur sem bara verði betri með hverju árinu. Fyrsta Þjóðlega hljóðbókin sem við gáfum út var Þjóðsögur úr Vesturbyggð. Síðan hafa ellefu Þjóðlegar hljóðbækur komið á markað. Meðal þeirra má nefna Bakkabræður og kímnisögur, Þjóðsögur frá Hornströndum og Jökulfjörðum, Draugasögur, Galdrasögur, Skrímslasögur og nú síðast Álfa-og jólasögur.

Þjóðlegu hljóðbækurnar fást í verslunum um land allt m.a. í Eymundsson. Einnig er hægt að panta Þjóðlegu hljóðbækurnar á heimasíðu Kómedíuleikhússins www.komedia.is 

Þrjár nýjar Þjóðlegar hljóðbækur koma út á þessu ári. Í næsta mánuði kemur fyrsta hljóðbók okkar á ensku en það er Fairy- and Folktales. Úrval ævintýra og þjóðsagna í þýðingu Guðjóns Ólafssonar en lesari er Elfar Logi Hannesson. Í sumar sendum við frá okkur Þjóðsögur úr Eyjafirði og fyrir jól verða það Tröllasögur.

Vertu nú soldið þjóðlegur og náðu þér í Þjóðlega hljóðbók. 

Eldri færslur