fimmtudagurinn 24. júlí 2014

Sumarfrí

Fjalla-Eyvindur gefur taktinn eftir sumarfrí á Inndjúpsdögum um Verslunarmannahelgina.
Fjalla-Eyvindur gefur taktinn eftir sumarfrí á Inndjúpsdögum um Verslunarmannahelgina.

Þá er hafið stutt kómískt sumarfrí. Sumarið hefur sannarlega verið tíminn hjá Kómedíuleikhúsinu. Mikið að gera sem er bara alveg frábært. Mestu hefur farið fyrir verðlaunasýningunni Gísli Súrsson. Aldrei hafa sumarsýningar á Gísla verið jafnmargar eða 20 talsins. Enda vel við hæfi því í haust lýkur sýningum enda erum við að detta í 300 sýningar sem sannarlega hafa ekki verið súrar. Allt tekur enda og mun lokasýning á Gísla Súrssyni vera í september á Víkingahátíð fjölskyldunnar sem fer fram á söguslóðum nefnilega á Gíslastöðum í Haukadal. Leikurinn verður hins vegar kvikmyndaður og gefin út á mynddiski sem mun án efa rata í margan jólapakkann. Fjalla-Eyvindur hefur og farið mikinn í sumar og fyrsta verk eftir sumarfrí verður einmitt að sýna þann vinsæla leik. Þá verður Fjalla-Eyvindur sýndur á Inndjúpsdögum í Heydal í Mjóafirði um Verslunarmannahelgina. Þetta er fjórða árið í röð sem sú hátíð er haldin og hefur Kómedíuleikhúsið verið partur af Inndjúpsdögum frá upphafi. 

Sumarið er tíminn njótum þess í faðmi fjölskyldunnar og sjáumst hress.