sunnudagurinn 27. janúar 2019

Sumar stundir í leikhúsi eru yndislegri en aðrar

Svona byrjar leikdómur leikrýnara kvennablaðsins: Sumar stundir í leikhúsi eru yndislegri en aðrar. Og ritar svo áfram: og hér greinir frá einni slíkri: Kómedíuleikhúsið heiðrar um þessar mundir höfuðborgarbúa með Gísla sínum Súrssyni á sviði Tjarnarbíós og það er leikhússtund sem enginn ætti að missa af sem hefur á annað borð gaman af leikhúsi í sinni tærustu mynd.

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson er sýndur hefur verið 330 sinnum fékk hér enn einn dóminn og það í topp deildinni. Einsog fram kemur að ofan þá er Gísli nú reglulega á fjölunum í Tjarnarbío Reykjavík. Sýnt er á ensku og eru þrjár sýningar núna í komandi febrúar. Einnig er gamana að geta þess að leikurinn er nú aftur sýndur í skólum um land allt og er það sérlega vel því það er orð margra að þeir hafi loksins fattað söguna þegar þeir sáu leikritið Gísli Súrsson. 

Hér að neðan eru fleiri ummæli leikrýnara Kvennablaðsins:

 

,,Hér er við hæfi að benda sérstaklega Leiklistarráði og öðrum þeim stofnunum sem styrkja leikhús í í landinu að sjá með eigin augum þá list sem vex fyrir vestan eins og lítið blóm – og þarfnast vissulega alúðar og aðhlynningar þeirra sem halda um sjóði og styrki."

 

,, gerist ekki nema fyrir hina sérstöku töfra leikhússins."

 

,,sagnasnilld Elfars Loga"

 

,,Hérna verður list leikhússins hvað tærust í Gísla sögu í meðförum Kómedíuleikhússins: alls kyns fígúrur, skapaðar af hugmyndaauðgi úr tré og málaðar í litum íslenskra miðalda eru persónur sögunnar og Elfar Logi ljáir hverri þeirra sérstaka rödd, skapgerð og ryþma þannig að fyrir augum okkar birtast heilu fjöldasenurnar á stundum þar sem ægir saman fólki og röddum. Elfar Logi heldur vel utanum atburðarásina, leikurinn er fjörlegur og spennandi og allar persónur sem við sögu koma skýrt fyrir að hvergi er neinu ruglað saman – frekar að sagan verði hreinlega skiljanlegri en þegar hún er lesin af bók"