
laugardagurinn 6. október 2018
Stappfullt á Sigvaldi Kaldalóns aukasýningar í sölu
4. október frumsýndum við leik okkar Sigvaldi Kaldalóns. Sýnt var í Hannesarholti og var fullt útúr dyrum. Þvi hefur verið bætt við nokkrum sýningum í Hannesarholti. Næsta sýning er á sunnudag 7. október kl.16.00. Þegar er orðið uppselt á þriðju sýninguna sem verður 12. október en laus sæti eru á sýninguna 16. október kl.20.00. Miðasala er í blússandi gangi á tix.is
Rétt er að geta þess að þetta eru einu sýningarnar á leiknum í Reykjavík. Svo nú er bara að bóka miða áður en allt verður uppselt.
Áhorfendur á frumsýningu höfðu m.a. þetta að segja um Sigvalda Kaldalóns:
,,Var að koma af faglegri sýningu á Sigvalda Kaldalóns. Elfar Logi og Sunna Karen fylla Hannesarholt af vestfirskri náttúru, magnaðri frásögn og fegurð tónlist Kaldalóns. Það var stappfult hús í kvöld."
Trausti Ólafsson
,,Það er kannski engin tilviljun að það eru Vestfirðingar sem standa að þessari sýningu og halda á lofti minningu skáldsins og tengslum við Vestfirði. Leikmynd var einföld, en stílhrein og hitti vel í mark. Kærar þakkir fyrir framtakið og glæsilega sýningu.
Fullt var út úr dyrum á frumsýningunni og leikendum, leikstjóra og verkinu vel fagnað. Önnur sýning verður á sunnudag. Í framhaldinu verða sýningar fyrir vestan."
Kristinn H. Gunnarsson, bb.is
,,Sögulegur fróðleikur, fínn flutningur"
Ása H. Proppé Ragnarsdóttir
,,Að lokinni sýningunni í gærkvöldi heyrði ég að kona sem sat fyrir aftan mig sagði við vinkonu sína: "Þetta verða allir Íslendingar að sjá.“ Ég er sammála því. Sigvaldi á skilið að þjóðin kynni sér hann og verk hans."
Jónas Ragnarsson
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

