
föstudagurinn 30. mars 2012
Skáldið á Þröm um helgina
Nýjasta leikverk Kómedíuleikhússins Náströnd - Skáldið á Þröm hefur fengið fanta fínar viðtökur enda er hér á ferðinni einlæg og einstök saga alþýðulistamanns að vestan. Tvær sýningar verða núna um helgina á föstudag og laugardag kl.20 í Félagsheimilinu Suðureyri. Miðasala er í fullum gangi í síma 891 7025 en rétt er að geta þess að sætafjöldi er takmarkaður. Náströnd - Skáldið á Þröm er sérstök afmælissýning Kómedíuleikhússins sem fangar 15 ára afmæli sínu í ár. Það er Ársæll Níelsson sem leikur alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon eða Skáldið á Þröm einsog hann er betur þekktur. Líf skáldsins var meira sannarlega sögulegt og oftast þyrnum stráð. Í þessari sýningu er gefin góð mynd af ævi þessa einstaka listamanns.
Loks má geta þess að leikurinn verður einnig sýndur um páskana. Sýnt verður á Páskadagskvöld kl.21.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

