þriðjudagurinn 10. júlí 2012

Skáldið á Þröm á Sæluhelgi

Um helgin fer fram hin árlega Sæluhelgi á Suðureyri. Af því tilefni ætlar Kómedíuleikhúsið að sýna leikritið Náströnd - Skáldið á Þröm. Sýningar verða alls þrjár og er forsala á allar sýningar þegar hafin á veitingastaðnum Talisman á Suðureyri. Fyrsta sýningin verður á fimmtudag kl.21.30, næsta sýning daginn eftir á föstudag kl.17 og loks á sunnudag kl.20. Miðaverð er hið gamla góða kómíska 2.500.- kr.

Nástönd - Skáldið á Þröm var frumsýnt í vor á Suðureyri og var fullt útúr dyrum á öllum sýningum. Leikurinn fjallar um alþýðulistamanninn Magnús Hj. Magnússon sem er betur þekktur sem Skáldið á Þröm. Magnús var fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Kiljans. Höfundar leiksins eru þeir Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannesson sem einnig leikstýrir en Ársæll er í hlutverki skáldsins.