
laugardagurinn 21. ágúst 2021
Síðasta sýning sumarleikhússins á helginni
Alls verða sýningarnar orðnar 32 þegar sumarleikhúsi Kómediuleikhússins lýkur sem er einmitt á morgun, sunnudaginn 22. ágúst, með sýningu á Bakkabræðrum. Sumarleikhúsið hófst 11. maí með sýningu á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson. 11 dögum síðar frumsýndum við brúðuleikinn Bakkabræður. Báðar þessar sýningar voru svo sýndar reglulega í sumar auk hins áhrifamikla leiks, Gísli á Uppsölum. Einnig fengum við 3 gestasýningar til okkar í sumar. Óttar Guðmundsson geðlæknir mætti með Sturlungu geðlæknisins, Vilborg Davíðsdóttir kom með Undir Yggdrasil og nú síðast Gudrun Kloes með verk sitt Grettir - sterki harmleikur í textíl.
Nú tekur haustið og veturinn við. Áfram verður hægt að fá sýningar fyrir hópa í leikhúsinu okkar í Haukadal. Einnig erum við ávallt til í sýna um land allt árið um kring. Hvort heldur er í skólum, á hátíðum eða bara þegar fólk kemur saman.
Leikferðalagið hefst í september þegar við sýnum Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu, það verður eitthvað.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

