
fimmtudagurinn 11. febrúar 2021
Samningur við Ísafjarðarbæ
10. febrúar var samstarfssamningur Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins undirritaður, en bæjarstjórn staðfesti samninginn á 470. fundi sínum þann 4. febrúar. Markmið samningsins er að efla og glæða áhuga bæjarbúa á leiklist og auðga menningarlíf í Ísafjarðarbæ, auk þess að styrkja eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Samningurinn er til tveggja ára og er endurnýjun á fyrri samningi milli sveitarfélagsins og leikhússins sem var í gildi 2019 og 2020.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

