
föstudagurinn 15. maí 2015
Norður skal halda
Kómedíuleikhúsið skundar í næstu viku í stutta leikferð um Norðurland. Tvær leiksýningar verða sýndar í norðurferðinni. Fyrst skal telja verðlaunaleikinn Gísla Súrsson en þess ber að gera að alveg á næstunni verður 300 sýningin á leiknum sem er nú bara met. Líklega ekki Íslandsmet en það styttist í það því Gísli verður á fjölunum um land allt í sumar. Ævintýraleikurinn Búkolla verður með í norðurferðinni að þessu sinni. Þessi sýning hefur einnig notið mikilla vinsælda og hefur verið sýnd um 40 sinnum víða um landið. Hér á er ferðinni ævintýraleg sýning þar sem leikin eru helstu ævintýrin sem bílddælski listamaðurinn Muggur myndskreytti á sínum stutta en einstaka ferli. Má þar meðal annars nefna hans eigið ævintýri Dimmalimm sem er án efa eitt af þeim allra vinsælustu hér á landi.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

