
föstudagurinn 29. nóvember 2019
Næstu sýningar á Leppalúða
Kómedíuleikhúsið heldur áfram að ferðast með jólaleikrit ársins Leppalúði. Næstu sýningar á Leppalúða verða sem hér segir. Búðardal á þriðjudag, Borgarnesi miðvikudag, Hólmavík fimmtudag og á leikhúseyrinni Þingeyri á helginni. Uppselt er á sýninguna í Búðardal en laust á hinar sýningarnar. Miðasala fer fram á sýningarstað. Miðaverð aðeins 2.500. - kr.
Jólaleikritið Leppalúði var frumsýnt á Tálknafirði 13. nóvember síðast liðin og hefur verið sýndur víða síðan við hinar fínustu viðtökur. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

