
mánudagurinn 23. júní 2014
Lokasýning á Gísla Súra
Síðasta opna sýningin á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson verður núna á fimmtudag 23. júní kl.20. Sýnt verður á söguslóðum á Gíslastöðum í Haukadal einmitt þar sem sá Súri tók land. Miðaverð er aðeins 2.500.- kr og það er posi á staðnum.
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur verið á fjölunum síðan 2005. Nú um 300 sýningum seinna um land allt og einnig víða erlendis er komið að lokum. Þetta hefur verið frábær tími og við þökkum mikið góðar viðtökur sem við höfum fengið.
Gísli er þó ekki alveg búinn að pakka niður því leikurinn verður sýndur á Miðaldadögum á Gásum í júlí. Einnig munu nokkrir hópar mæta á Gíslastaði í sumar og sjá þessa vinsælu sýningu. Síðustu hóparnir koma til okkar 20. ágúst en þá verða tvær sýningar sem eru þær allra síðustu á Gísla Súrssyni. Efir það mun sá Súri fara endanlega í sinn súr enda kominn tími til.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

