
miðvikudagurinn 13. mars 2013
Leikhúspáskar á Ísó
Föstudagurinn langi verður sannarlega langur í leikhúsinu á Ísafirði. Þann dag mun Kómedíuleikhúsið standa fyrir sérstökum Leikhúspáskum í Hömrum Ísafirði. Alls verða þrjár sýningar sýndar þann daginn á tveimur leikverkum úr smiðju Kómedíu. Veislan hefst með sýningu á ævintýraleiknum vinsæla Búkolla - Ævintýraheimur Muggs kl.14. Hér er á ferðinni ævintýralega sýning fyrir börn alveg frá 2 - 92 ára og uppúr. Þremur tímum síðar eða kl.17 verður nýjasta leikverk Kómedíuleikhússins sýnt Sigvaldi Kaldalóns. Önnur sýning verður síðan kl.20. Leikverkið um Sigvalda Kaldalóns hefur fengið frábærar viðtökur og hefur verið uppselt á allar sýningar til þessa. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

