
þriðjudagurinn 22. desember 2015
Kómískur annáll væntanlegur
Að vanda munum við horfa yfir hinn kómíska veg nú þegar árið 2015 er alveg að renna sitt skeið á enda. Hinn kómíski situr nú við lyklaborðið og pikkar inn helstu kómísku fréttir ársins. Víst bar margt kómískt til tíðinda frumsýning á nýju íslensku leikriti, leikerð til Kanada og bara allskonar.
Hinn kómíski annáll annó 2015 verður birtur hér allavega áður en nýtt ár tekur við.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

