
þriðjudagurinn 11. október 2011
Kómedíuleikhúsið sýnir á Catalinu Kópavogi
Tvær kómískar og sögulegar vestfirskar leiksýningar verða sýndar á Catalinu Kópavogi þriðjudaginn 8. nóvember kl.20. Sýnd verða leikritin Jón Sigurðsson strákur að vestan og Bjarni á Fönix en báðar sýningarnar hafa verið sýndar um land allt og nú síðast í Kaupmannahöfn við miklar vinsældir. Miðaverð er aðeins 1.900.- krónur og það er posi á staðnum. Miðasala er þegar hafin í síma 554 2166. Nú er bara að taka daginn frá og fjölmenna á alvestfirskt leikhús á Catalinu í Kópavogi.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

