
þriðjudagurinn 3. apríl 2012
Kómedíuleikhúsið í Djöflaeyjunni í kvöld
Nýjasta leikverk Kómedíueikhússins Náströnd - Skáldið á Þröm verður til umfjöllunnar í menningarþættinum Djöflaeyjunni á RÚV í kvöld. Ársæll Níelsson leikari verksins verður í spjalli við Þórhall Gunnarsson og einnig verða sýnd brot úr sýningunni. Leikurinn hefur verið sýndur 4 sinnum fyrir svo gott sem fullu húsi í hvert sinn. Nú er hinsvegar komið að lokasýningunni og verður hún á Páskadagskvöld kl.21. Miðasala er þegar hafin og gengur blússandi vel. Miðasölusími: 891 7025.
Náströnd - Skáldið á Þröm fjallar um ævi alþýðulistamannsins Magnúsar Hj. Magnússonar sem var fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Kiljans. Allur texti leikverksins er eftir Magnús sjálfan og er fengin úr dagbókum hans svo voru miklar af vöxtum fleiri þúsund blaðsíður. Leikurinn er sýndur í Félagsheimilinu Suðureyri.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

