þriðjudagurinn 21. apríl 2015

Kómedíuleikhúsið fær reseft

Grettir hefur slegið í gegn fyrir sönnan
Grettir hefur slegið í gegn fyrir sönnan

Kómedíuleikhúsið hefur í vetur sýnt einleikinn Gretti í Fischersetrinu á Selfossi. Ekki hefur þetta þó verið alveg einleikið því sagnamaðurinn Einar Kárason hefur verið í kompanýi við okkur og flutt tölu um Gretti á undan sýningunni. Þessar tvöföldu Grettis sýningar þóttust takst frábærlega og var aðsókn hin besta. Kómedíuleikhúsið og Einar Kárason hafa nú planlagt að vera með Grettisstund í sumar fyrir vestan. Nánar tiltekið á Gíslastöðum Haukadal í Dýrafirði. Á heimaslóðum annars útlaga nefnilega Gísla nokkurs Súrssonar. Grettis sýningarnar í Haukadal verða auglýstar þegar nær dregur sumri. 

Hin listræni doktor Lýður Árnason var á tvöföldum Gretti í Fischersetri á Selfossi um daginn. Að hætti lækna ritaði hann reseft um flutninginn:

,,Frábær samsuða sagnamannsins Einars Kárasonar og Elfars Loga um Gretti sterka. Einar rekur söguna og grefur upp áhugaverð sjónarhorn sem Elfar Logi tætir síðan í sig og matreiðir í áhorfendur á einkar fyndin hátt. Einleikjaformið er hér í essinu sínu."