þriðjudagurinn 16. október 2018

Kaldalóns fær 3 og hálfa stjörnu

Dagstund með listamanni ánægjuleg, fróðleg og hrífandi.
Dagstund með listamanni ánægjuleg, fróðleg og hrífandi.

Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Þorgeir Tryggvason, gefur leiksýningu okkar Sigvaldi Kaldalóns 3 og hálfa stjörnu. Gaggið byrtist í dag, þriðjudaginn 16. október, sem er vel því það er einmitt sýning á leiknum í kveld í Hannesarholti. Miðasala fer fram á tix.is Rétt er þó að taka fram að það er takmarkaður sýningarfjöldi. Síðustu sýningar verða 30. október kl.20.00 og lokasýning í Hannesarholti 4. nóvember kl.16.00. Miðasala tix.is 

Það er alltaf gaman að fá klapp og hvað þá í leikhúsinu. Þorgeir segir m.a. í umsögn sinni um Sigvalda Kaldalóns:

,,Elfar sýnir okkur mann sem á köflum er á valdi innblástursins og fer auðveldlega fram úr sér."

,,Vel valin tóndæmi þar sem alþekktar perlur hljóma saman við minna kunn verk. Í tvígang syngur Sunna Karen líka og ferst það vel með sinni fallegu og látlausu rödd. Hún skilar líka mótleikaraskyldum sínum með prýði."

,,Áhersla verksins er frekar á persónulýsingu en æviágrip. Þar liggur líka styrkleiki Elfars sem leikara; að skapa trúverðugar eftirmyndir. Sigvaldi Kaldalóns birtist okkur hér sem hrifnæmur og heiðríkur rómantíeker."

 

Og að síðustu:

,,Dagstund með listamanni ánæguleg, fróðleg og hrífandi."