
þriðjudagurinn 2. september 2014
Halla fer í leikferð
Að vanda verður Kómedíuleikhúsið á ferð og flugi á leikárinu með sýningar sínar. Fyrsta leikferð þessa leikárs er nú í undirbúningi. Farið verður með hið vinsæla barnaleikrit Halla í skóla fyrir vestan, norðan og austan vikuna 15. - 21. september. Nú þegar hafa skólar á Reykhólum, í Fjallabyggð, Seyðisfirði og á Egilsstöðum bókað sýningu og fleiri eru í startholunum.
Barnaleikritið Halla var frumsýnt síðasta vor í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur víða m.a. í Bolungarvík og Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Halla fjallar um samnefnda stúlku sem býr hjá afa sínum í dálitlu þorpi við dálítinn sjó. Það er margt sem þarf að gera í þorpi út við sjó og hve mikið sem fiskast það fiskast aldrei nóg. Afinn sækir sjóinn enda er hann mikil aflakló og það er Halla afastelpan hans einnig. Svo gerist það dag einn að afi segir við Höllu: Þú ert ekki nógu feit það er mér nokkuð kappsmál að koma þér í sveit. Þá tekur sagan á sig ævintýralega mynd en allt fer þó vel að lokum.
Leikritið Halla er byggt á samnefndri ljóðabók eftir vestfirska skáldið Stein Steinarr.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

