fimmtudagurinn 23. apríl 2020

Gleðilegt leikhússumar

Gísli á Uppsölum snýr aftur í sumar
Gísli á Uppsölum snýr aftur í sumar

Gleðilegt sumar öll sem eitt. Mikið er nú gott að sumarið sé komið þó það sé bara á dagatalinu, tíðin verið frekar erfið í vetur og svo þessi kóvítans veira. Hinn fyrsti dagur sumars lofar góðu hér á leikhúseyrinni, það er bjart og maður sér meira að segja yfir fjörð það hefur nú ekki alltaf verið þannig síðustu misseri. 

Kómedíuleikhúsið tekur sumrinu sérlega fagnandi og mun leikhúsið okkar yða að lífi í sumar. Þá tökum við í notkun okkar eigið leikhús, Gíslastaði í Haukadal Dýrafirði. Líklega er þetta minnsta atvinnuleikhús á Íslandi tekur aðeins 25 í sæti. Opnunarsýning leikhússins verður endurfrumsýning á einu af allra vinsælustu verkum okkar, Gísli á Uppsölum. Leikur sem var sýndur 83 sinnum bæði í Þjóðleikhúsinu og um land allt. Gísil á Uppsölum snýr aftur fimmtudaginn 4. júní á Gílsastöðum. Miðasala hefst í maí. Gísli á Uppsölum verður síðan á fjölunum alla fimmtudag í júní á Gíslastöðum Haukadal Dýrafirði.

Gleðilegt leikhússumar.