
miðvikudagurinn 25. október 2017
Gísli fyrir sunnan á helginni
Sýningar á hinu vinsæla leikverki Gísli á Uppsölum eru hafnar að nýju. Núna á helginni er margt um að vera ekki bara kosningar heldur og einar þrjár sýningar á Gísla á Uppsölum fyrir sunnan. Leikurinn hefst á föstudag í Hveragerði hvar sýnt verður í Skyrgerðinni kl.20.00. Miðasala er í blússandi gangi í síma 483 4000. Daginn eftir á kosningadag verður Gísli í Garðabæ. Sýnt verður í sal Leiksmiðjunnar Frigg sem er staðsett á Garðatorgi 1. Miðsala gengur sérlega vel og stendur yfir í síma: 868 5789. Daginn eftir á sunnudag verður Gísli í Mosfellsbæ. Sýnt verður í Hlégarði og hefst leikur kl.16.00. Miðasölusími er 896 9908.
Nú vita allir hvar þeir eiga að vera á helginni.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

