
fimmtudagurinn 3. nóvember 2016
Gísli á Uppsölum í Stykkishólmi og á Patró
Hin áhrifamikla sýning Gísli á Uppsölum hefur verið sýnd víða um land við mjög góðar viðtökur. Síðast var leikurinn sýndur á Blönduósi fyrir stappfullu húsi. Næstu sýningar verða á fimmtudag og laugardag. Á fimmtudag verður Gísli á Uppsölum sýndur í Stykkishólmi. Sýnt verður í Gömlu kirkjunni kl.20. Á laugardag verður leikurinn sýndur á Patreksfirði nánar tiltekið í Skjaldborgarbíó. Sýnt verður kl.21.00.
Miðasala á báðar sýningar stendur yfir í síma 891 7025. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

