
mánudagurinn 13. maí 2013
Gísli Súrsson fer heim í Súrnadal
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur farið víða frá því leikurinn var frumsýndur árið 2005. Um allt Ísland fyrir vestan, austan, norðan og sunnan. Um Evrópu í Albaníu, Luxemburg og tvívegis í Þýskalandi. Enn er sýningin í landvinningum því í vikunni bætist Noregur í sýningarbókhald Gísla Súrssonar. Ekki nóg með það heldur er í raun verið að fara með Gísla heim því sýnt verður í hans fæðingarbæ nefnilega Súrnadal í Noregi.
Árlega er haldin mikil menningarveisla í Súrnadal í Noregi sem nefnist Varsöghelga. Þar er boðið uppá menningu og listir alla daga. Leikritið um Gísla Súrsson verður sýnt tvívegis á þessari hátíð sem fram fer í þessari viku. Einnig verða sýnd brot og kynningar á leikverkinu á hátíðinni. Það verður sannarlega gaman að sýna þessa einstöku sýningu okkar í heimahögum sögupersónunnar. Nú eigum við bara eftir að sýna í Hergilsey þá höfum við sýnt Gísla á öllum helstu sögustöðum þess Súra.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

