
sunnudagurinn 15. september 2013
Gísli Súrsson á Hlíf
Kómedíuleikhúsið fer um land allt með sýningar sínar og á suma áfangastaði förum við oft enda finnst okkur þar svo gaman. Einn af okkar vinsælu áfangastöðum er dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði þar er sannarlega gott að koma. Kómedíuleikarinn hefur oft farið þangað og lesið úr bókum og einnig höfum við sýnt sýningar okkar þar við góðar undirtektir. Nú verður boðið uppá verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og verður sýningin á mánudag kl.14. Gísla Súra þarf vart að kynna en til gamans má geta þess er þetta verður 255 sýning á leiknum.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

