
föstudagurinn 28. febrúar 2014
Gísli Súrsson á Gíslastöðum í júní
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson hefur notið mikilla vinsælda allt frá því það var frumsýnt árið 2005. Síðan eru liðnar 258 sýningar. Þegar er búið að bóka fjölmargar sýningar á verkinu í sumar bæði á íslensku og ensku. Í sumar verður Gísli Súrsson á heimaslóðum þegar boðið verður uppá opnar sýningar allan júní mánuð. Sýnt verður á Gíslastöðum Haukadal í Dýrafirði einmitt á staðnum þar sem kappinn settist að hér á landi. Gísli Súrsson verður sýndur bæði á ensku og íslensku. Ensku sýningarnar verða alla miðvikudaga í júní og sú fyrsta verður miðvikudaginn 4. júní kl.20. Íslensku sýningarnar verða alla fimmtudaga í júní og sú fyrsta verður fimmtudaginn 3. júní kl.20. Miðaverð á sýninguna er aðeins 2.500.- kr. Miðasala á allar sýningar er þegar hafin í síma: 891 7025. Hópar geta einnig pantað sýninguna á Gísla Súrssyni á Gíslastöðum hvenær sem er í allt sumar.
Gíslastaðir Haukadal Dýrafirði eru vel í sveit sett aðeins 6. mín. akstur frá Þingeyri.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

