fimmtudagurinn 21. júní 2018

Geisli komin út

Geisli hefur að geyma einstaka sögu þorps
Geisli hefur að geyma einstaka sögu þorps

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Geisli Bíldudal 1946 - 1960 úrval. Hér er á ferðinni einstök útgáfa er inniheldur úrval úr blaðinu Geisla er gefið var út á Bíldudal um miðja síðustu öld. Geisli var í raun safnaðarblað ritstýrt af hinum mæta klerki Jóni Kr. Ísfeld. Það var hinsvegar ekki bara kristilegt efni í Geisla heldur og fréttir úr þorpinu. Klerkur hafði fjölbreytt og gott fréttanef því víst var þorpslífið fangað í hverju tölublaði með fréttum af veðri, atvinnumálum, gestakomum í þorpið, giftingum, mannamótum og öllu mögulegu. Geisli gefur sannlega einstaka mynd af þorpi á Vestfjörðum í einn og hálfan áratug.

Þessi bók inniheldur úrval úr Geisla en þó er öllu kristilegu efni sleppt þó það sé nú allt gott og sérlega blessað. 

Geisli fæst hér hjá Kómedíuleikhúsinu. Pantanir berist á netfangið komedia@komedia.is

Einnig er Geisli til sölu í verslunum Eymundsson um land allt.

Til gamans má geta þess að Geisli er 20 verkið sem við gefum út.