
miðvikudagurinn 2. desember 2015
Fjalla-Eyvindur snýr aftur
Hin útlæga og vinsæla sýning Fjalla-Eyvindur verður tekin úr útlegð á föstudag. Þá verður þessi óvænt vinsæli leikur sýndur að nýju í Gamla bankanum á Selfossi. Á undan sýningunni mun Guðmundur G. Þórarinsson segja frá sinni sýn á lífshlaupi Fjalla-Eyvindar. Miðaverð er aðeins 2.800.- kr og er miðasala þegar hafin í síma 894 1275. Fjalla-Eyvindar stundin á föstudag hefst kl.20.
Einleikurinn Fjalla-Eyvindur eftir og með Elfari Loga Hannessyni hefur fengið fanta fínar viðtökur. Leikurinn var frumsýndur í lok október 2013 og hefur gengið síðan. Sýningar á leiknum hafa legið niðri um tíma en nú snýr Fjalla-Eyvindur aftur og hefur sjaldan verið hressari.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

