
fimmtudagurinn 6. febrúar 2014
Fjalla-Eyvindur á Eyvindarstofu
Á Blönduósi er einstök stofa sem nefnist Eyvindarstofa. Einsog nafnið gefur til kynna er stofan helguð mesta útilegumanni allra tíma á Íslandi sjálfum Fjalla-Eyvindi. Kómedíuleikhúsið hefur nú fengið boð um að sýna leik sinn Fjalla-Eyvind í Eyvindarstofu á Blönduósi. Sýningin á Fjalla-Eyvindi verður laugardaginn 22. febrúar. Það verður sérlega gaman að sýna leikinn í Eyvindarstofu og gaman væri að sjá sem flesta á þessari sýniningu.
Við ætlum að taka barnaleikritið vinsæla Búkollu með okkur norður í febrúar. Tvær sýningar verða í grunnskóla Fjallabyggðar bæði á Siglufirði og Ólafsfirði.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

