
laugardagurinn 18. janúar 2020
Dimmalimm í Hofi
Hin ástsæla sýning Dimmalimm verður sýnd í Hofi Akureyri núna á sunnudag 19. janúar. Aðeins örfá sæti laus þegar þetta er ritað svo tryggið þér miða strax í dag á miðasöluvefnum tix.is
Leikritið Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í mars 2019. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur víða um land en sýningin í Hofi er sú 34. Dimmalimm er án efa eitt ástsælasta ævintýri þjóðarinnar. Samið og myndskreytt svo einlæglega og fagurlega af bílddælska listamanninum Guðmundi Thorsteinssyni eða Muggi.
Fleiri sýningar á Dimmalimm eru fyrirhugaðar á árinu svo fylgist vel með hér á heimasíðunni okkar. Hér eru alltaf einhverjar ævintýralegar fréttir.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

