
föstudagurinn 22. febrúar 2019
Dimmalimm á samning í Þjóðleikhúsinu
Í vikunni gerðist sá kómíski viðburður að Dimmalimm ritaði undir samning við Þjóðleikhúsið. Þar sem Dimmalimm er prinsessa þá var nú ekki annað við hæfi en sjálfur Þjóðleikhússtjóri, Ari Matthíasson, ritaði undir samninginn. Meðfylgjandi mynd var tekin við þessa hátíðlegu stund í Þjóðleikhúsinu.
Leikritið um Dimmalimm verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu 16. mars komandi og hefst miðasala í næstu viku. Aðeins örfáar sýningar eru áætlaðar á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu og því um að gera að vera kvikk að krækja sér í miða þegar miðasala hefst í komandi kómískri viku á tix.is
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

