
þriðjudagurinn 26. júlí 2016
Búkolla baular á Verslunarmannahelginni Súðavík
Á Verslunarmannahelginni verður haldin Gönguhátíð í Súðavík. Það verður vissulega góður gangur í dagskránni og fjölbreyttar gönguleiðir í boði. Einsog með allt annað þá er mikilvægt að hafa listina með í hverri hátíð enda er það góð uppskrift að góðu gengi. Kómedíuleikhúsið tekur þátt í Gönguhátíð í Súðavík því á laugardag verður sýnt hið vinsæla barnaleikrit Búkolla. Sýnt verður í Melrakkasetrinu í Súðavík og hefst sýningin kl.17.00.
Búkolla hefur notið mikilla vinsælda frá því verkið var frumsýnt. Enda er her á ferðinni einstök ævintýraskemmtun fyrir alla fjölskyldunna. Sýningin í Melrakkasetrinu Súðavík á laugardag verður sú 45 á ævintýraleiknum Búkolla.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

