
fimmtudagurinn 15. nóvember 2012
Bjálfansbarnið í skólum á Norðurlandi
Það styttist í leikferð Kómedíuleikhússins með barnaleikritið vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans. Leikritið var frumsýnt fyrir síðustu jól og fékk frábæra dóma. Jólasveinarnir vestfirsku ætla nú að mála landið rautt því sýningar verða ekki bara fyrir vestan. Vikuna 26. - 30. nóvember verður Bjálfansbarnið og bræður hans sýnt í leik- og grunnskólum á Norðurlandi. Fjölmargir skólar fyrir norðan hafa þegar pantað sýningunatil sín en enn er hægt að bæta við nokkrum skólum. Það er auðvelt að panta sýningu sendið okkur bara tölvupóst á komedia@komedia.is eða bjallið í okkur 891 7025.
Að lokum má geta þess að vikuna eftir eða fystu vikuna í desember munu Bjálfansbarnið og bræður hans gera allt viltaust í skólum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Sala á þeim sýningum er einnig hafin.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

