
fimmtudagurinn 5. september 2013
Ævintýrastund í skólum Ísafjarðarbæjar
Á morgun hefst ævintýraleg heimsókn Kómedíuleikhússins í skóla Ísafjarðarbæjar. Er það liður í samningi sem Kómedíuleikhúsið gerði við Ísafjarðarbæ sem fól í sér ýmsar skemmtanir í bænum s.s. skemmtun á 17. júní , vestfirska húslestra og leiklistarnámskeið á Veturnóttum. Skólaheimsóknin verður sannarlega ævintýraleg því boðið verður uppá Ævintýrastund í skólum bæjarins. Ævintýrin eru mögnuð og í þessari ævintýrastund verða það ævintýrin Klippt og skorið og Tröllabbræður sem verða í aðalhlutverki.
Ævintýraheimsóknin hefst einsog áður sagði á morgun, föstudag, með sýningu á Leikskólanum Sólborg kl. 9.45. Eftir hádegi er svo röðin komin að nýjasta skólanum í bænum Eyrarsól og hefst sýning þar kl. 14.20. Ævintýrið heldur svo áfram í næstu viku þar sem aðrir skólar bæjarins verða heimsóttir og slegið upp í Ævintýrastund.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

