þriðjudagurinn 3. apríl 2018

320 sýning á Gísla Súrssyni

320 sinnum Gísli Súrsson en samt enn ferskur
320 sinnum Gísli Súrsson en samt enn ferskur

Það er orðin gömul en þó ekkert þreytt saga að fáum leyst vel á það í upphafi þegar við ákváðum að gera leiksýningu uppúr Gísla sögu Súrssonar. Hvað þá að það ætti að vera einleikur. Engin hafði trú á því að þetta ætti eftir að virka. Leika einhverja eldgamla og afdankaða Íslendingasögu um einhvern súran víking. En er það ekki einmitt þegar fæstum lýst vel á hugmyndina sem ráð er að frankvæma hana. Það höfum við í Kómedíuleikhúsinu sannlega gjört og vitið bara hvað á morgun verður 320 sýning á einleiknum Gísli Súrsson. 

Miðvikudaginn 4. apríl verður heldur betur söguleg stund í Haukadal. Þá verður verðlaunaleikritið Gísli Súrsson sýnt í 320 sinn. Uppelst er á sýninguna sem er á ensku en til gamans má geta þess að síðustu ár höfum við mun oftar sýnt leikinn á ensku en á frummálinu. Svona er nú leikhúsið ævintýralegt og óvænt. Þú veist aldrei áður en þú leggur af stað hvert leikurinn mun leiða þig. Eina sem þú getur gert er að smæla og feta hina einstöku leikhússlóð hverju sinni. Það höfum við sannlega gert með sýningu okkar Gísli Súrsson sem hefur verið á fjölunum síðan í febrúar 2005. Við höfum verið svo lánsöm að fá að ferðast um land allt með sýninguna og mörgum sinnum útfyrir landsteinana. Gísli hefur meira að segja verið sýndur í fæðingarþorpi sínu Súrnadal í Noregi. Í dag er leikurinn langoftast sýndur á öðrum söguslóðum hins Súra nefnilega í Haukadal í Dýrafirði. Nánar tiltekið á Gíslastöðum æva gömlu félagsheimili, þó ekki þúsund ára, en hefur verið breytt svo listilega að innan í víkingaskála. 

Það er mikið framundan hjá Gísla Súra í Haukadal í sumar fjölmargir hópar eru þangað væntanlegir. Gestir munu ekki bara sjá verðlaunaleikritð heldur og feta í spor sögupersónanna. Því hver ferð endar með sögugöngu um Haukadal. 

Að sjálfsögðu stefnum við að þvi að sýna okkar Gísla Súrsson eigi sjaldnar en 400 sinnum helst oftar. Hver hefði trúað því?