
föstudagurinn 30. mars 2012
Skáldið á Þröm um helgina
Nýjasta leikverk Kómedíuleikhússins Náströnd - Skáldið á Þröm hefur fengið fanta fínar viðtökur enda er hér á ferðinni einlæg og einstök saga alþýðulistamanns að vestan. Tvær sýningar verða núna um helgina á föstudag og laugardag kl.20 í Félagsheimilinu Suðureyri. Miðasala er í fullum gangi í síma 891 7025 en rétt er að geta þess að sætafjöldi er takmarkaður. Náströnd - Skáldið á Þröm er sérstök afmælissýning Kómedíuleikhússins sem fangar 15 ára afmæli sínu í ár. Það er Ársæll Níelsson sem leikur alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon eða Skáldið á Þröm einsog hann er betur þekktur. Líf skáldsins var meira sannarlega sögulegt og oftast þyrnum stráð. Í þessari sýningu er gefin góð mynd af ævi þessa einstaka listamanns.
Loks má geta þess að leikurinn verður einnig sýndur um páskana. Sýnt verður á Páskadagskvöld kl.21.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18