fimmtudagurinn 3. nvember2016

Gsli Uppslum Stykkishlmi og Patr

Gsli  Uppslum um land allt
Gsli Uppslum um land allt

Hin áhrifamikla sýning Gísli á Uppsölum hefur verið sýnd víða um land við mjög góðar viðtökur. Síðast var leikurinn sýndur á Blönduósi fyrir stappfullu húsi. Næstu sýningar verða á fimmtudag og laugardag. Á fimmtudag verður Gísli á Uppsölum sýndur í Stykkishólmi. Sýnt verður í Gömlu kirkjunni kl.20. Á laugardag verður leikurinn sýndur á Patreksfirði nánar tiltekið í Skjaldborgarbíó. Sýnt verður kl.21.00. 

Miðasala á báðar sýningar stendur yfir í síma 891 7025. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is