
þriðjudagurinn 22. maí 2018
EG uppselt á frumsýningu
Kómedíuleikhúsið frumsýnir brakandi ferskan og nýjan einleik, EG, miðvikudaginn 23. maí. Um er að ræða verk um hinn einstaka athafnamann Einar Guðfinnsson í Bolungarvík. Sýnt verður á söguslóðum eða í Einarshúsi í Bolungarvík. Nú þegar er orðið uppselt á frumsýninguna. En miðasala er í blússandi gangi á 2. sýningu sem verður fimmtudaginn 24. maí og einnig á 3. sýningu sunnudaginn 27. maí kl.16.00. Miðasala fer fram í Einarshúsi Bolungarvík. Miðasölusíminn er 456 7901.
EG er einstakur einleikur um athafnamanninn og föður Bolungavíkur Einar Guðfinnsson. Ungur að árum hóf Einar útgerð á sexæringi. Hugurinn hans stefndi hátt og áður en yfir lauk hafði hann byggt upp mörg fyrirtæki í útgerð og margþættum rekstri. Hér er á ferðinni kraftmikil leiksýning þar sem róið er á ýmis mið og gjarnan teflt á tæpasta vað.
Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson. Sá fyrrnefndi er í hlutverki Einars en Rúnar leikstýrir. Höfundar tónlistar er Björn Thoroddsen en lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðsson. Það er hið vestfirska Kómedíuleikhús sem setur EG á senu.
EG er 42 verkefni Kómedíleikhússins sem var stofnað árið 1997.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18