Bakkabræður og kímnisögur
Fæst í bókverslunum um land allt
Er á Storytel
Lesarar: Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson
Lengd: 77 mín
2011
Sjöunda Þjóðlega hljóðbókin er sannkallað ævintýr þar sem allt getur gerst. Að þessu sinni eru Bakkabræðra- og kímnisögur í aðalhlutverki. Allar sögurnar eru úr hinu magnaða þjóðsagnasafni meistara Jóns Árnasonar. Sögurnar af Bakkabræðrum kannast margir við og nú loksins eru þær allar fáanlegar á einni og sömu hljóðbókinni. Kímnisögur eru fjölmargar og hverri annarri skondnari. Meðal kímnisagna má nefna ,,Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauður", ,,Klippt eða skorið", ,,Þjófur er hann Dalamann", ,,Neyttu á meðan á nefinu stendur" og fjölmargar fleiri. Þessa Þjóðlegu hljóðbók verður þú einfaldlega að eignast.