
þriðjudagurinn 26. febrúar 2019
Vigdís Hrefna er Dimmalimm
Það er glæstur hópur listamanna sem kemur á nýjustu leiksýningu Kómedíuleikhússins, Dimmalimm. Um er að ræða brúðuleiksýningu með einum leikara og er óhætt að segja að öllum göldrum leikhússins sé beitt í sýningunni. Það er hin vinsæla og einlæga leikkona Vigdís Hrefna Pálsdóttir sem gefur Dimmalimm röddina. Vigdisi þarf vart að kynna fyrir landmönnum hún hefur verið á fjölum Þjóðleikhússins síðustu ár og hlotið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn.
Miðasala á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu er hafin á tix.is. Frumsýnt verður laugardaginn 16. mars kl.14.00. Næstu sýningar verða svo laugardagana tvo þar á eftir.
Rétt er að taka fram að aðeins verða þessar þrjár sýningar í Þjóðeikhúsinu því er um að gera að tryggja sér miða sem allra fyrst.
26.03.2021 / 17:03
Bakkabræður láta bíða eftir sér
Einsog okkur öllum er ljóst þá er veiruskömmin aftur komin í aðalhlutverk hér á landi. Því bregðumst við öll hratt og skjótt við með góðum samtakamætti. Komum veirunni aftur í aftursætið og helst bara í skottið, skellum hengilásnum á og hendum svo lyklinum útí buskann. ... Meira22.03.2021 / 16:53