
föstudagurinn 29. mars 2019
Uppselt á Dimmalimm á helginni
Dimmalimm verður sýnt í Þjóðleikhúsinu á laugardag. Uppselt er á sýninguna einsog verið hefur frá því sýningar hófust. Gaman er að segja frá því að það er einnig orðið uppselt á næstu sýningu þar á eftir. Búið er að bæta við aukasýningu á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu laugardaginn 6. apríl kl. 15.30. Miðasala stendur yfir og gengur mjög vel á www.tix.is
Dimmalimm var frumsýnt fyrir smekkfullu Þjóðleikhúsi 16. mars síðastliðin. Hér er á ferðinni splunkuný leikgerð Bílddælinganna Elfars Loga og Þrastar Leó á ævintýrinu Dimmalimm eftir sveitunga þeirra, Mugg. Stefnt er að því að fara með Dimmalimm sem víðast um landið og nú þegar eru áformaðar sýningar á Þingeyri á páskum komandi.
Dimmalimmlagið, eftir Björn Thoroddsen sem einnig er frá Bíldudal, er aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify og fljótlega verður hægt að hlusta á ævintýrið sjálft á storytel.is
Hér má sjá kynningarmyndband um leikritið Dimmalimm https://www.youtube.com/watch?v=F-KJCev9iNg
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18