miðvikudagurinn 22. maí 2013
Súrnadalur fagnaði sínum fræga syni Gísla Súra
Kómedíuleikhúsið er rétt komið aftur vestur til síns heima eftir einstaka og sérlega vel heppnaða leikferð til Noregs. Var þetta um margt með merkilegri leikferðum sem Kómedían hefur farið og hafa þó nokkrar sögulegar ferðir verið farnar t.d. til Albaníu. Að þessu sinni var farið til Súrnadals heimahérað aðalpersónu vors vinsælasta leiks nefnilega Gísli Súrsson. Það var í Súrnadal í Noregi sem kappinn Gísli sleit sínum bernskuskóm og gerði reyndar aðeins meira en það því hann varð að flýja land eftir átök í Súrnadal og fór þá til Íslands nánar til tekið í Haukadal í Dýrafirði. Þar er alveg ljóst að Gísli var smekkmaður góður því Súrnadalur er stórfagur rétt einsog Haukadalur og Geirþjófsfjörður þar sem Gísli átti bækistöð á sínum frækna flótta.
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson var sýndur þrívegis í Súrnadal í Noregi. Aldursbil áhorfenda var í raun allur skalinn því tvær sýningar voru fyrir framtíð Súrnadals, nemendur skólana, og svo var ein almenn sýning. Íbúar Súrnadals hafa lang flestir heyrt af sínum fræga syni Gísla Súrssyni en fæstir þekktu þó söguna til hlýtar. Vissu jú að hann væri frá Súrnadal og að hann hafi orðið að flýja land sökum átaka í dalnum. Þá hafi hann farið til Íslands og ekki var það nú mikið meira sem Súrdælir vissu. Hinsvegar voru allir mjög áhugasamir um að heyra af þessum kappa og það er náttúrulega bara alveg frábært. Svona getur nú leikhúsið verið mikilvægt í samtíma vorum og átt þátt í að kynna meira en þúsund ára sögu fyrir nútímamanninum og það í Noregi. En segir ekki einhversstaðar að ,,öll veröldin sé leiksvið"?
Móttökur í Súrnadal voru alveg frábærar á allan hátt og eru Súrdælir hinir bestu gestgjafar. Slíkur var áhuginn að sýningum loknum að það kæmi okkur ekki á óvart að þess verði skammt að bíða að til Vestfjarða komi góðir gestir úr Súrnadal. Erindið jú að ganga á slóðir syni Súrnadals Gísla nokkurs Súrssonar.
Með þessari alls ekki súru frétt eru myndir frá ferð okkar til Súrnadals.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06