
þriðjudagurinn 2. febrúar 2021
Sumarleikhús í Haukadal
Það verður mikið fjör í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirð í sumari. Við byrjum leikárið á sumardaginn fyrsta með frumsýningu á brúðuleiksýningunni Bakkabræður. Einnig verða á fjölunum í leikhúsinu vestfirska í sumar hin rómaða sýning Gísli á Uppsölum. Nafni hans Súrsson verður einnig sýndur bæði á íslensku og ensku. Síðast en ekki síst sýningin um Listamanninn með barnshjartað.
Við verðum með reglulegar sýningar allt sumarið og erum alveg til í sýningar á öðrum tímum fyrir litla hópa. Ávallt velkomin í Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18