mánudagurinn 22. febrúar 2021
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni rómuðu sýningu Listamaðurinn með barnshjartað. Einnig verða Gíslarnir okkar á sínum stað, Gísli Súrsson og Gísli á Uppsölum.
Hér að neðan er sýningardagatal sumarsins. Miðasala á allar sýningar er hafin í síma 891 7025. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is
Gerum tilboð fyrir hópa og í okkar augum eru allir hópar stórir. Hafið samband og við finnum góða tölu í dæmið.
Sýningardagatal Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði:
BAKKABRÆÐUR Fim. 1. apríl, fös. 2. apríl, lau. 3. apríl, sun. 4. apríl, lau. 10. apríl, lau. 17. apríl, sun. 20. júní, sun. 27. júní, lau. 3. júlí, sun. 4. júlí, sun. 11. júlí, sun. 18. júlí, sun. 25. júlí, sun. 15. ágúst, sun. 22. ágúst.
Allar sýningar á Bakkabræðrum eru kl.14.00. Miðaverð: 2.600.- kr.
LISTAMAÐURINN MEÐ BARNSHJARTAÐ lau. 1. maí, mið. 5. maí, mið. 12. maí, mið 19. maí, mið. 26. maí, mið. 2. júní, mið. 9. júní, mið. 16. júní.
Allar sýningar á Listamanninum eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
GÍSLI SÚRSSON þri. 11. maí, þri. 15. júní, þri. 13. júlí.
Allar sýningar á Gísla Súra eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
GÍSLI Á UPPSÖLUM mið. 23. júní, mið. 30. júní, mið. 7. júlí, mið. 14. júlí, mið. 21. júlí, mið. 28. júlí, mið. 11. ágúst, mið. 18. ágúst.
Allar sýningar á Gísla eru kl.20.00. Miðaverð: 3.900.- kr.
Miðasölusími: 891 7025. Einnig hægt að panta miða með því að senda tölvupóst komedia@komedia.is
Sjáumst í sumar í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06