fimmtudagurinn 28. febrúar 2013
Sigvaldi á sunnudag
Sérstök aukasýning verður á leikritinu Sigvaldi Kaldalóns um helgina. Verkið var frumsýnt um síðustu helgi og sýnt tvívegis fyrir troðfullum Hömrum. Sigvaldi Kaldalóns verður á fjölunum í Hömrum núna á sunnudag 3. mars kl.20. Miðasala á sýninguna er þegar hafin og stendur yfir í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025.
Leikritið Sigvaldi Kaldalóns fjallar um ár Sigvalda í Djúpinu. En þar bjó hann í ein ellefu ár og starfaði sem læknir í hinu afskekkta og víðferma læknishéraði sem var öll Snæfjallaströndin og alla leið í Ögurhrepp að Æðey ógleymdri. Þrátt fyrir mikið annríki í læknisstörfunum gaf hann sér tíma til að semja lög eiginlega gott betur en það því hann samdi ein 100 lög á þessum rúma áratug. Mörg þessara laga koma við sögu í sýningunni má þar nefna perlur á borð við Ég lít í anda liðna tíð, Þótt þú langförull legðir og Vorvísur. Það er Dagný Arnalds sem sér um tónlistarflutning og söng í sýningunni. Höfunndur og leikari er Elfar Logi Hannesson.
Sigvaldi Kaldalóns er 33 uppfærsla Kómedíuleikhússins en nánast öll verkefni leikhússins tengjast sögu Vestfjarða.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06