
fimmtudagurinn 23. ágúst 2018
Sigvaldi Kaldalóns í Hannesarholti
Margir munu snúa aftur á komandi leikári hjá Kómedíuleikhúsinu. Áður höfum við sagt frá Gísla á Uppsölum sem verður á fjölunum á nýjan leik á Kómedíuleikárinu. Annar aftursnúin leikur er hin rómaði Sigvaldi Kaldalóns. Leikurinn var frumsýndur í febrúar 2013 og sló sannlega í gegn. Nú geta áhorfendur farið að hlakka til endurfunda við Sigvalda því leikurinn verður á fjölunum í Hannesarholti í október.
Miðasala er þegar hafin á tix.is
https://tix.is/is/event/6588/sigvaldi-kaldalons/
Það er Elfar Logi Hannesson sem bregður sér í hlutverk Sigvalda. Með- og undirleikari er Sunna Karen Einarsdóttir, leikmynd og búninga gjörir Marsibil G. Kristjánsdóttir og leikstjórn annast Þröstur Leó Gunnarsson.
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18