fstudagurinn 5. jl2013

Sigvaldi Kaldalns jlagaht

Sigvaldi  jlagaht
Sigvaldi jlagaht

Hin vinsæla sýning Sigvaldi Kaldalóns verður sýnd á hinni árlegu og mörgumtöluðu Þjóðlagahátíð á Siglufirði nú um helgina. Hátíðin hefur fyrir löngu stimplað sig vel inní menningarlíf landsins enda er hér á ferðinni vönduð hátíð sem bíður uppá fjölbreytta þjóðlagalist. Leikritið Sigvaldi Kaldalóns verður sýnt í kvöld föstudag kl.20 í Siglufjarðarkirkju. 

Eftir þessa skemmtilegu norðanferð með Sigvalda verður farið í heimahaga söguhetjunnar eða í Dalbæ á Snæfjallaströnd þar næsta bæ við Kaldalón og Ármúla. Sú sýning verður á sérstakri Kaldalóns hátíð þar í sveit sem fer fram sunnudaginn 14. júlí.